Viðskipti innlent

Gunnlaugur hættir sem formaður stjórnar Icelandair Group

Fastlega er reiknað með að Gunnlaugur Sigmundsson muni láta af störfum sem stjórnarformaður Icelandair Group á næstunni. Gunnlaugur er framkvæmdastjóri Máttar sem missti hlut sinn til Íslandsbanka í morgun.

Þá má einnig gera ráð fyrir að Einar Sveinsson víki úr stjórninni og að Jón Benediktsson víki úr varastjórn en þeir voru fulltrúar Nausts, og að hluta til Máttar, sem einnig missti hlut sinn í veðkalli Íslandsbanka.

Ekki hefur enn verið boðað til hluthafafundar en í tilkynningu frá Íslandsbanka í morgun segir að gert sé ráð fyrir að boðað verði til hluthafafundar í félaginu á næstunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×