Stjórnarformaður Icelandair Group: Atvinnulífið allt að verða ríkisvætt Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. maí 2009 21:59 Gunnlaugur Sigmundsson segir það vera í höndum hluthafa að ákveða framtíð sína. Mynd/ Valgarður. Gunnlaugur Sigmundsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segist ekki vita hvort hann verði áfram stjórnarformaður fyrirtækisins. Gunnlaugur er framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Máttar sem missti hlut sinn í Icelandair Group í morgun þegar Íslandsbanki tók yfir 42% hlut í félaginu. „Ég veit bara ekkert um það. Ég er bara í fríi í útlöndum enda er ég kosinn í eitt ár," sagði Gunnlaugur, en aðalfundur Icelandair Group hefur þegar verið haldinn þetta árið. Gunnlaugur segir að það sé í höndum þeirra sem fara núna með hlutafé að ákveða hverjir stýri því. Gunnlaugur segist ekki hafa verið á launum hjá Mætti um mánaðabil. „Ráðningasamningurinn rann út um áramótin en ég hélt áfram að halda utan um möppurnar þangað til einhver annar var tilbúinn til þess," segir Gunnlaugur. Gunnlaugur kennir falli hlutabréfa og hruni krónunnar um stöðu mála hjá hluthöfum í Icelandair Group. „Þegar lán í erlendri mynt hafa tvöfaldast og gengi hlutabréfa hrunið þá er allt eigið fé farið," segir Gunnlaugur um það hví málin hafi farið á þennan veg. „Þetta er ekkert öðruvísi en er að gerast fyrir allt íslenskt atvinnulíf. Þetta er allt að verða ríkisvætt," segir Gunnlaugur. Á meðan stefna ríkisins sé að hirða öll fyrirtæki hefðu málin ekki getað þróast á annan veg. „Ef að stefnan er að taka þetta allt að þá náttúrlega átti Mátturinn að fara eins og allt annað," segir Gunnlaugur. Aðspurður segist Gunnlaugur telja að breyta þurfi áherslum stjórnvalda þegar kemur að björgunaraðgerðum fyrir atvinnulífið. „Ef að ég hefði verið við stjórnvölinn, ekki bara í bönkunum heldur hjá ríkinu líka, þá hefði ég viljað hjálpa mönnum að þrauka í einhvern tíma," segir Gunnlaugur. Best sé að þeir sem hafi haldið utan um fyrirtækin geri það áfram. Þetta sé hægt að gera, án þess að skerða rétt bankanna, með því að breyta lánum í víkjandi lán. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Gunnlaugur Sigmundsson, stjórnarformaður Icelandair Group, segist ekki vita hvort hann verði áfram stjórnarformaður fyrirtækisins. Gunnlaugur er framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Máttar sem missti hlut sinn í Icelandair Group í morgun þegar Íslandsbanki tók yfir 42% hlut í félaginu. „Ég veit bara ekkert um það. Ég er bara í fríi í útlöndum enda er ég kosinn í eitt ár," sagði Gunnlaugur, en aðalfundur Icelandair Group hefur þegar verið haldinn þetta árið. Gunnlaugur segir að það sé í höndum þeirra sem fara núna með hlutafé að ákveða hverjir stýri því. Gunnlaugur segist ekki hafa verið á launum hjá Mætti um mánaðabil. „Ráðningasamningurinn rann út um áramótin en ég hélt áfram að halda utan um möppurnar þangað til einhver annar var tilbúinn til þess," segir Gunnlaugur. Gunnlaugur kennir falli hlutabréfa og hruni krónunnar um stöðu mála hjá hluthöfum í Icelandair Group. „Þegar lán í erlendri mynt hafa tvöfaldast og gengi hlutabréfa hrunið þá er allt eigið fé farið," segir Gunnlaugur um það hví málin hafi farið á þennan veg. „Þetta er ekkert öðruvísi en er að gerast fyrir allt íslenskt atvinnulíf. Þetta er allt að verða ríkisvætt," segir Gunnlaugur. Á meðan stefna ríkisins sé að hirða öll fyrirtæki hefðu málin ekki getað þróast á annan veg. „Ef að stefnan er að taka þetta allt að þá náttúrlega átti Mátturinn að fara eins og allt annað," segir Gunnlaugur. Aðspurður segist Gunnlaugur telja að breyta þurfi áherslum stjórnvalda þegar kemur að björgunaraðgerðum fyrir atvinnulífið. „Ef að ég hefði verið við stjórnvölinn, ekki bara í bönkunum heldur hjá ríkinu líka, þá hefði ég viljað hjálpa mönnum að þrauka í einhvern tíma," segir Gunnlaugur. Best sé að þeir sem hafi haldið utan um fyrirtækin geri það áfram. Þetta sé hægt að gera, án þess að skerða rétt bankanna, með því að breyta lánum í víkjandi lán.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira