Viðskipti innlent

Hannes skuldar 45 milljarða

Skuldir Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group, nema hátt í 45 milljörðum króna. Eignir Hannesar, sem námu 30 milljörðum, fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan eru nánast verðlausar.

Hannes Smárason skuldaði tæpa 33 milljarða króna í árslok 2007 samkvæmt ársreikningi FI fjárfestinga ehf. - eignarhaldsfélags Hannesar. Skuldirnar voru bæði í íslenskum krónum og erlendri mynt.

Eignir Hannes voru á sama tíma metnar á rúma 30 milljarða. Mestu verðmætin lágu eignarhlutum í FL Group en einnig í Sparisjóðnum Byr og Hótel Búðum.

Þessar eignir eru nú annað hvort orðnar verðlausar eða lækkað verulega í verði.

Á sama tíma hafa skuldirnar hækkað um rúma 12 milljarða í kjölfar gengishruns og verðbólgu. Hannes skuldar því tæpa 45 milljarða í dag - af því gefnu að hann hafi ekki náð að greiða niður skuldir á síðasta ári.

Til að setja þess upphæð í samhengi má nefna að fyrir hana mætti greiða atvinnuleysisbætur í tvö ár til allra þeirra sem nú eru atvinnulausir. Þetta er einnig nánast sama upphæð og ríkið þarf að skera niður á þessu ári.

Fréttastofa reyndi ítrekað að ná í Hannes Smárason í dag en án árangurs.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×