Fleiri fréttir

Róleg byrjun í kauphöllinni

Upphaf markaðarins í kauphöllinni í morgun var á rólegu nótunum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað lítillega eða um 0,24% og stendur í 5.279 stigum.

Vodafone tekur 35 nýja GSM senda í notkun

Fjórðungur þeirra GSM senda sem ráðgert er að tæknimenn Vodafone setji upp á árinu er nú þegar kominn í notkun. Alls hafa 35 nýir GSM sendar verið gangsettir um allt land og tryggt GSM samband á fjölmörgum svæðum sem ekki höfðu notið slíkrar þjónustu fyrr.

Magasin var með "stórfyrirtækisheilkenni"

Danska blaðið Berlingske Tidende birtir í dag stórt viðtal við Jón Björnsson, forstjóra Magasin du Nord, um þær miklu breytingar sem hann hefur innleitt á þeim rúmum tveimur árum sem hann hefur stýrt þessu fornfræga verslunarhúsi.

Búast við bindandi tilboði í MK One í næstu viku

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segir í samtali við Vísi nú í morgun að félagið búist við bindandi tilboði í bresku verslunarkeðjuna MK One í næstu viku en hún var sett í söluferli fyrr í þessum mánuði.

Björgólfur Thor sá 29. ríkasti í Bretlandi

Björgólfur Thor Björgólfsson er í 29. sæti á lista yfir ríkustu menn Bretlands sem Sunday Times birtir í dag. Eignir Björgólfs Thors eru metnar á 2,07 milljarða punda eða um 300 milljarða íslenskra króna miðað við lokagengi pundsins á föstudag.

Vikuvelta á fasteignamarkaði niður um 70% á milli ára

Vikuveltan á íslenskum fasteignamarkaði fór niður um 70% í síðustu viku ef miðað er við sama tíma á síðasta ári. Alls voru keyptar eignir fyrir 2,2 milljarða í vikunni 18.-24. apríl samkvæmt tölum frá FMR en 7,5 milljarða í sömu viku í fyrra.

Kólnandi húsnæðismarkaður þrýstir á

neikvæðum lánshæfismatshorfum Íbúðalánasjóðs endurspeglast neikvæðar horfur ríkissjóðs, segir í nýrri umsögn alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s (S&P). Fyrirtækið sendi í gær frá sér umsögn um stöðu Íbúðalánasjóðs í kjölfar þess að lánshæfi hans var lækkað 17. apríl.

Kaup Nordea í Straumi hækka verð hlutabréfa

Kaup norræna bankans Nordea á sem nemur tæpum 5,5 prósentum heildarhlutafjár í Straumi Fjárfestingarbanka í gærmorgun urðu til þess að nokkur kaupþrýsingur myndaðist og verð bréfanna hækkaði allskarpt. Straumur hækkaði um rúm 3,8 prósent í viðskiptum dagsins.

Vignir í lok dags

Vignir Jónsson sérfræðingur hjá Askar Capital var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags í dag.

Móðurfélag Norðuráls tapaði 17 milljörðum

Álframleiðslufyrirtækið Century Aluminum birti í gær uppgjör fyrir 1. ársfjórðung 2008. Nam tap fyrirtækisins alls 232,8 milljónum Bandaríkjadala (17 milljörðum íslenskra króna) eða 5,67 dölum á hlut.

Hagnaður Eik banka nam 122 milljónum íslenskra króna

Eik Banki birti í gær uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og var þar með fyrsta fjármálafyrirtækið í Kauphöllinni til að birta afkomutölur. Eik banki er með tvíhliða skráningu á Íslandi og í Danmörku en bankinn var skráður á markað í fyrrasumar.

Össur hækkaði mest

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22% í dag. Össur hækkaði mest, eða um 4,92%. SPRON hækkaði um 4,73%, Straumur-Burðarás hækkaði um 3,83%.

Ölgerðin má kaupa þrjú fyrirtæki

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar á þremur fyrirtækjum á drykkjarvöru- og matvælamarkaði.

Grænn morgun í kauphöllinni

Markaðurinn hefur verið á jákvæðum nótum frá opnuninni í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúmt prósent og stendur nú í 5.255 stigum.

Eik banki skilaði ágætu uppgjöri

Eik banki skilaði ágætu uppgjöri á fyrsta ársfjórðung ársins en nettóhagnaður bankans á þessu tímabili nam rúmlega 204 milljónum danskra króna eða sem svarar rúmlega þriggja milljarða króna.

Salmonella í vörum Bakkavarar

Salmonella hefur gert vart við sig í vörum frá Bakkavör í Englandi. Það kom í ljós eftir að próf voru framkvæmd í verksmiðju fyrirtæksins. Í kjölfarið hafa tvær tegundir af hummus-ídýfum verið teknar úr hillum stórmarkaðanna Tesco og Waitrose.

Icelandair og Finnair í samstarf

Icelandair og Finnair sömdu í gær um samstarf félaganna tveggja á flugleiðunum milli Íslands og Helsinki og á milli Helsinki og Varsjár í Póllandi.

Á ennþá 15 prósent

Finnur Ingólfsson er enn stór hluthafi í Icelandair Group í gegnum félagið Langflug. Fréttir af sölu Finns á hlutum í félaginu í fyrrasumar, báru með sér að þá hefði Finnur sagt skilið við félagið. Þá seldi félag Finns FS7 tæplega 15,5 prósenta hlut sinn.

Mikilvægast að ná verðbólgunni niður

„Húsnæðislánavextir banka og sparisjóða eru töluvert hærri nú en vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa þeir að taka mið af peningamálastefnu landsins, ólíkt því sem virðist gilda um Íbúðalánasjóð,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vikunnar sé ekki til þess fallin að styðja við virkni peningamálastefnu Seðlabankans.

Guðjón ráðinn forstjóri Hamley´s

Guðjón Karl Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri 10-11, hefur verið ráðinn forstjóri bresku leikfangakeðjunnar Hamley´s og tekur við starfinu af Nick Mather, í byrjun maímánaðar.

Jón Bjarki í lok dags

Jón Bjarki Bendtsson hjá Greiningu Glitnis var gestur Björgvins í þættinum Í lok dags í dag. Smelltu á hlekkinn hér að ofan til þess að sjá viðtalið.

Össur hækkaði mest

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% í dag. Össur hf. hækkaði mest, eða um 3,31%. Exista hækkaði um 2,04% og Føroyja banki hækkaði um 1,41%.

Baugur hlýtur útflutningsverðlaun forsetans

Baugur Group hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands en þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.

Boeing hagnaðist um 80 milljarða á fyrsta fjórðungi

Hagnaður Boeing verksmiðjanna nam 1,2 milljörðum Bandaríkjadala, sem samsvarar 80 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2008. Þetta er 38% aukning frá því á sama tímabili í fyrra, eftir því sem fram kemur á vef AP fréttastofunnar.

Össur hefur hækkað um 3,20%

Íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,28% í dag. Össur hefur hækkað mest, eða um 3,20%. Føroya Banki hefur hækkað um 1,41% og Landsbanki Íslands um 1,31%

Róleg byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn fer rólega af stað í dag og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,02% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur hún í 5.172 stigum.

Boltanum verður að halda á lofti

Bjarni Ármannsson fjárfestir, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur ásamt fyrrverandi samstarfsmanni sínum úr bankanum, Frank Ove Reite, gengið til liðs við bandarískt fjárfestingarfélag að nafni Paine & Partners.

Stór gjaldþrot fyrirferðarmikil

Rúmur fimmtungur hefur fengist upp í 1,2 milljarða króna gjaldþrot. Níu gjaldþrot yfir fimmtíu milljónum króna sem auglýst hafa verið í Lögbirtingarblaðinu í þessum mánuði nema alls tæpum 1,2 milljörðum króna. Af þessari upphæð hefur rétt rúmur fimmtungur fengist upp í kröfur og kröfuhafar þar af leiðandi tapað rúmum 902 milljónum króna.

Umfangið meira en Kárahnjúkavirkjun

Stork Aerospace hefur gert samning um framleiðslu burðar­virkis í F-35 orrustuþotur sem metinn er á yfir 150 milljarða króna. Stork í Hollandi er að fjórðungi í íslenskri eigu.

REI: Verður aldrei það sem að var stefnt

„REI málið var afskaplega lærdómsríkur ferill og eftir á liggur fyrir að hefðu málin farið með öðrum hætti þá hefðu þau getað farið á mun betri veg,“ segir Bjarni Ármannsson, sem var stjórnaformaður Reykjavik Energy Invest og ætlaði að taka þátt í uppbyggingu og útrás orkugeiranum þar sem byggt yrði á þekkingargrunni Orkuveitu Reykjavíkur og kallaðir til samstarfsaðilar úr einkageira.

Umbreytist í hestamann eftir klukkan sex

„Ég ætlaði að verða bóndi en endaði sem hárgreiðslumaður,“ segir Hreiðar Árni Magnússon, framkvæmdastjóri og einn eigandi hárgreiðslustofanna Salon VEH í Reykjavík og Loft Salon, sem er í hjarta Kaupmannahafnar.

Horft til Evrópu

Edda Rós Karlsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir og Ólöf Nordal skyggndust inn í framtíðina á ársfundi SA.

Loðfeldir svínvirka

„Loðfeldur er eins og hver önnur fjárfesting sem neytendur kaupa til að njóta,“ segir Eggert feldskeri. Minkur er vinsæll.

Sjá næstu 50 fréttir