Viðskipti innlent

Boeing hagnaðist um 80 milljarða á fyrsta fjórðungi

Vél af Boeing gerð.
Vél af Boeing gerð.

Hagnaður Boeing verksmiðjanna nam 1,2 milljörðum Bandaríkjadala, sem samsvarar 80 milljörðum íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2008. Þetta er 38% aukning frá því á sama tímabili í fyrra, eftir því sem fram kemur á vef AP fréttastofunnar.

Tekjur fyrirtækisins jukust um 4%, eru núna um 16 milljarðar Bandaríkjadala en voru um 15,37 milljarðar Bandaríkjadala fyrir ári síðan. Þetta samsvarar tekjuaukningu að andvirði 50 milljarða íslenskra króna.

Forstjóri Boeing verksmiðjanna, Jim McNemey, segist búast við því að afkoma félagsins verði góð á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×