Viðskipti innlent

Ölgerðin má kaupa þrjú fyrirtæki

MYND/Heiða

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar á þremur fyrirtækjum á drykkjarvöru- og matvælamarkaði.

Um er að ræða drykkjarvörufyrirtækin Sól og Samsöluvörur og hluta af matvælafyrirtækinu Bako. Tilkynnt var um kaupin í desember í fyrra. Eftir að hafa farið yfir málin komst Samkeppniseftirlitið að því að samrunarnir myndu ekki raska samkeppni á viðkomandi mörkuðum og því væri ekki ástæða til þess að aðhafast neitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×