Viðskipti innlent

Grænn morgun í kauphöllinni

Markaðurinn hefur verið á jákvæðum nótum frá opnuninni í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúmt prósent og stendur nú í 5.255 stigum. Mesta hækkun hefur orðið hjá SPRON eða 2,7%, FL Group hefur hækkað um 2,4% og Exista um 2,3%.

Aðeins eitt félag hefur lækkað eða Bakkavör um 1,5%.

Gengið hefur styrkst í morgun eða um 0,86% og stendur gengisvísitlan í 148 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×