Viðskipti innlent

Fyrstu American Express kortin gefin út á Íslandi

Viktor ólason  framkvæmdarstjóri Kreditkorta, Debra Davies framkvæmdastjóri hjá American Express í Evrópu, Inga Birna Ragnarsdóttir forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair og Sigfríð Eik Ragnarsdóttir Markaðsstjóri American Express á íslandi.
Viktor ólason framkvæmdarstjóri Kreditkorta, Debra Davies framkvæmdastjóri hjá American Express í Evrópu, Inga Birna Ragnarsdóttir forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair og Sigfríð Eik Ragnarsdóttir Markaðsstjóri American Express á íslandi.

Kreditkort hf og American Express tilkynntu í dag um útgáfu fyrstu American Express kreditkortanna sem gefin eru út á Íslandi.

Premium Icelandair American Express kortið, Classic Icelandair American Express kortið og Business Icelandair American Express kortið eru þróuð með það að markmiði að henta ferðavenjum og lífsstíl íslendinga og íslenskra fyrirtækja. Nýju kortunum fylgja fríðindi og möguleikar sem ekki hafa áður staðið íslenskum kreditkortahöfum til boða. Í fyrsta skipti safna meðlimir vildarpunktum í gegnum veltu korta í útlöndum. Með nýju kortunum er hægt að safna vildarpunktum mun hraðar en áður hefur þekkst hér á landi.

„Við erum stolt af því að bjóða okkar viðskiptavinum og öllum íslendingum upp á fyrstu American Express kreditkortin í samstarfi við Icelandair. Þetta fellur vel að stefnu Kreditkorts sem byggir meðal annars á því að vera stöðugt að koma með nýjar lausnir og fríðindi fyrir korthafa," segir Viktor Ólason, framkvæmdastjóri Kreditkorts hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×