Fleiri fréttir

Lárus Welding maður ársins í sjávarútvegi

Lárus Welding forstjóri Glitnis hefur verið valinn maður ársins hjá sjávarútvegsvefnum Intrafish. Lárus var valinn úr hópi átta einstaklinga sem tilnefndir voru af ritstjórum vefsins.

Rauðar tölur í kauphöllinni

Markaðurinn hefst með rauðum tölum í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,5% Í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur nú í 5.212 stigum.

Seðlabankinn getur litið gert ef fjármálakreppa skellur á

Eiríkur Guðnason einn af bankastjórum Seðlabankans segir í samtali við Börsen að hann hafi ekki áhyggjur af þremur stærstu bönkum landsins. En hann viðurkennir að Seðlabankinn geti lítið aðgert ef alvarleg fjármálakreppa brýst út á Íslandi.

Bear Stearns spáir sterkari krónu

Krónan kann að styrkjast um 8 prósent gagnvart evru á næstu þremur mánuðum gangi eftir ný spá bandaríska fjárfestingarbankans Bear Stearns.

Skilyrði yfirtöku Marels uppfyllt

Skilyrði vegna yfirtöku Marel Food Systems á hollenska matvælavinnsluvélaframleiðandanum Stork Food Systems (SFS) hafa verið uppfyllt

Illugi í lok dags

Illugi Gunnarsson var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags í dag.

S&P lækkar lánshæfismat Glitnis

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard og Poor's tilkynnti í dag að það hafi breytt langtíma lánshæfismatseinkunn Glitnis úr A- í BBB+,

Uppgjör birt í vikunni

Uppgjör félaga, sem skráð eru í íslensku Kauphöllina, hefjast í vikunni. Nýherji mun ríða á vaðið og birta uppgjör á miðvikudag. Century Aluminum og Eik Banki munu svo birta uppgjör daginn eftir.

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar meira en vísitala fasteignaverðs

Vísitala byggingarkostnaðar, mæld um miðjan apríl, hækkaði um 3,3% frá fyrri mánuði samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en vísitalan gildir í maí 2008. Krónan hefur verið mjög veik að undanförnu og hefur því innflutningur á mörgum efnisliðum vísitölunnar hækkað töluvert í verði.

Teymi lækkaði um 4,3% í dag

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,19% í dag. Teymi hf. lækkaði mest eða um 4,3%. Eik Banki lækkaði um 2,44%, SPRON lækkaði um 2,25%, Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls lækkaði um 2,10% og Glitnir banki lækkaði um 2,05%.

Þrjú félög hækkað í dag

Það er frekar dauft yfir Kauphöllinni í dag og einungis þrjú félög hafa hækkað það sem af er degi. Þeirra mest er Flaga Group hf. Um 20,38% og er gengi félagsins 1,24. Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,32% og Century Aluminum Company um 0,83%.

Hlutabréf hækka og skuldatrygging lækkar í apríl

Nokkur viðsnúningur hefur orðið á hlutabréfamarkaðinum hér á landi í apríl. Hlutabréf hafa hækkað í verði um tæp 5% frá því í upphafi mánaðar eftir nánast samfellda lækkun frá upphafi árs.

Sparisjóður Norðlendinga sameinast Byr

Sparisjóður Norðlendinga, SPNOR, hefur ákveðið að ganga til liðs við Byr sparisjóð. Sameining sparisjóðanna tveggja gengur í gildi frá og með deginum í dag, 21. apríl og verður SPNOR þar með fjórði sparisjóðurinn sem starfar undir merkjum Byrs.

Vextir Íbúðalánasjóðs lækka

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að breyta útlánavöxtum. Vextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 5,20% en 5,70% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis. Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag.

Rauður morgun á markaðinum

Markaðurinn hófst í mínus í fyrstu viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,5% og stendur í 5.273 stigum.

Kaupþing tapar á þorski

Fyrsta tilraunin til að rækta lífrænan þorsk er fyrir bí eftir að fyrirtækið No Catch á Hjaltlandseyjum varð gjaldþrota. Dótturfélag Kaupþings fjármagnaði verkefnið að hluta og tapaði rúmum tveimur milljörðum króna á því.

Línuhönnun athyglisverðust á Verki og viti

Stórsýningin Verk og vit 2008 er nú í fullum gangi í Laugardalshöll, en þar kynna um 100 sýnendur sem tengjast byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum vörur sínar og þjónustu. Nú síðdegis voru kynntar niðurstöður dómnefndar á vegum skipuleggjenda á vali athyglisverðustu sýningarrýmanna á Verki og viti 2008.

Magnús á enga peninga en mörg kort

„Ég á enga peninga en ég á nokkuð mörg kort,“ segir viðskiptamaðurinn Magnús Kristinsson í viðtali við 24 Stundir í dag. Magnús er stórskemmtilegur í viðtalinu og viðurkennir meðal annars að salan á Gnúpi hafi verið erfið.

Birgjar félags í eigu Baugs fá ekki borgað

Vefútgáfa breska blaðsins The Times greinir frá því í morgun að brjálaðir birgjar bresku smásölukeðjunnar MK One, sem er í eigu Baugs Group, ætli að hætta að afhenta keðjunni vörur þar sem þeir hafa ekki fengið borgað að undanförnu.

Samið í 1000 metra hæð

Sparisjóður Ólafsfjarðar og Creditinfo Ísland boðuðu til blaðamannafundar í 984 metra hæð uppá Múlakollu í Ólafsfirði í dag. Þar var skrifað undir samning um að Sparisjóðurinn taki að sér vinnslu verkefna fyrir Creditinfo.

Olíuverð í hæstu hæðum

Verð á olíu rauk upp í dag. Tunnan af hráolíu kostar nú 117 dali og hefur verðið aldrei verið hærra.

Bréf Flögu vakna af blundi

Gengi hlutabréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu rauk upp um 41 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Alla jafna eru afar litlar hreyfingar á gengi bréfa í félaginu og þarf lítið til að hreyfa við þeim hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar.

Icelandic Group forstjórar með 90 milljónir á síðasta ári

Finnbogi A. Baldvinsson núverandi forstjóri Icelandic Group og Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, fengu samtals rétt um 90 milljónir í laun og hlunnindi á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu félagsins sem birt var í dag.

3,5 milljarða tap hjá Icelandic Group

Icelandic Group tapaði 3,5 milljörðum fyrir skatta á árinu 2007 eftir því sem fram kemur í ársskýrslu félagsins sem birt var í dag fyrir aðalfund félagsins.

Flaga tekur hástökk í Kauphöllinni

Tólf félög hafa hækkað í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Flaga Group hefur hækkað langmest allra félaga eða um 27,40% og Atlantic Airways um 2,19%. Nýherji hefur lækkað mest eða um 4,78%.

Þrátt fyrir lækkun er verð sjávarafurða í hámarki

Verð sjávarafurða lækkaði um 0,5% í febrúar síðastliðnum frá fyrri mánuði mælt í erlendri mynt. Afurðaverð á erlendum mörkuðum er samt sem áður við sögulegt hámark og hefur hækkað um 6,1% á síðustu tólf mánuðum. Afurðaverð á flestum fisktegundum er hátt.

Krónan veikist um tæpt prósent

Gengi krónunnar hefur veikst um tæp prósentustig síðan viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur gengisvísitalan í 153,9 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig eftir páska.

Salan dregst saman hjá ferðaskrifstofunni Ticket

Ticket, norræna ferðaskrifstofukeðjan sem að stærstum hluta í eigu Íslendinga í gegnum Northern Travel Holding, segir að sala á fyrsta ársfjórðungi hafi dregist saman á milli ára.

Rólegur föstudagsmorgun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Flögu rauk upp um 2,7 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Kaupþingi, sem fór upp um tæpt 1,1 prósent. Gengi Glitnis, SPRON og Straums hækkaði sömuleiðis en undir einu prósent.

Aðgerðir gegn vogunarsjóðum skila árangri

Aðgerðir íslenskra stjórnavalda og eftirlitsaðila gegn erlendum vogunarsjóðum, sem sakaðir eru um að hafa gert aðför að íslensku efnahagslífi, hefur skilað árangri. Þetta segir breska viðskiptablaðið Financial Times í dag og bendir á því til sönnunar að skuldatryggingarálag ríkis og bankanna hafi lækkað talsvert. Það bendi til að vogunarsjóðirnir hafi dregið sig í hlé.

Keypti í Glitni án öryggisnets

Átök endurspeglast ekki í kaupum Kristins Þórs Geirs­sonar, framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis, á hlut í bankanum fyrir tæpan milljarð í byrjun vikunnar. „Hvorki í stjórn, né hluthafahópi, þar eru engin átök og skýr sameiginleg markmið allra,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnar­formaður bankans.

Spá Landsbankanum 15 milljarða hagnaði

Hagnaður bankanna á síðustu árum hefur að einhverju leyti verið vantalin vegna þess að krónan er búin að vera nokkuð sterk síðustu árin.

Fasteignasala var heimilt að skuldajafna með vörslufé

Fasteignasali hefur heimild til þess að greiða skuld viðskiptamanns við hann með fjárvörslufé að því gefnu að um eiginlega skuld sé að ræða og skilyrðum skuldajöfnunar sé fullnægt. Þetta er niðurstaða eftirlitsnefndar Félags fasteignasala, sem barst kvörtun frá Andrési Pétri Rúnarssyni, athafnamanni.

Sjá næstu 50 fréttir