Viðskipti innlent

Greining Glitnis spáir 10,2% verðbólgu

Greining Glitis spáir 10,2% ársverðbólgu í apríl en Hagstofan mun birta vísitölu neysluverðs fyrir apríl, mánudaginn 28. apríl.

Í Morgunkorni greiningar Glitnis segir að þeir geri ráð fyrir að hækkun vísitölunnar milli mánaða verði 2% sem er þá mesta hækkun milli mánaða frá árinu 1989.

Gangi spáin eftir mun ársverðbólga mælast 10,2%. Í verðbólguspá sem greiningin vann í byrjun apríl var gert ráð fyrir 1,8% hækkun milli mánaða en margt bendir til þess að hækkunin verði meiri og því endurskoðum við spána nú til hækkunar.

Áhrif vegna gengislækkunar krónunnar vega hvað þyngst en búast má við að þyngsti áhrifahluti hennar komi að mestu fram á þremur mánuðum sem leiðir til örrar verðhækkunar bæði á innfluttum vörum og þjónustu þessar vikurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×