Viðskipti innlent

Saga Capital annast viðskiptavakt fyrir Össur hf.

Össur hf. hefur samið við Saga Capital Fjárfestingarbanka um að Saga Capital annist viðskiptavakt með hlutabréf Össurar fyrir eigin reikning Saga Capital.  

Í samningi um viðskiptavakt felst að Saga Capital setur daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Össurar í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfunum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

 

Í tilkynningu um málið segir að skilmálar viðskiptavaktasamningsins eru eftirfarandi: Saga Capital skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Össurar að lágmarki kr. 200.000 að nafnverði á verði sem Saga Capital ákveður í hvert skipti. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skal ekki vera meiri en 1,25%.

 

Frávik frá síðasta viðskiptaverði skal ekki vera meira en 2,0%. Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern skal vera 150 milljónir kr. að markaðsvirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×