Fleiri fréttir

Atlantsolía lækkar dísellítrann

Atlantsolía lækkaði í dag verð á díselolíu um tvær krónur á lítrann og kostar hann nú 236 krónur og tíu aura. Fyrir réttu ári kostaði dísellítrinn 255 krónur og fjörutíu aura og hefur hann því lækkað um tuttugu krónur á einu ári.

Víravél Fjarðaáls verður ekki seld

Alcoa hefur hætt við að selja víravél álversins í Reyðarfirði en virði hennar hleypur á milljörðum króna. Tekjutap álversins vegna orkuskerðingar Landsvirkjunar gæti numið 1,5 milljarði króna. Lá við stórtjóni í vetur.

Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur

Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur.

Sandgerði að eflast sem bær "flugfisks“

Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda.

Hlutfall Íslendinga breyst mjög

Nærri tvöfalt fleiri farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári en árið 2003 þegar farþegar voru um 600 þúsund talsins.

Gjaldeyrishöftin draga úr hagvexti og auka líkur á atgervisflótta

Gjaldeyrishöftin kostuðu íslenskt samfélag um 80 milljarða í útflutningstekjur á síðasta ári þegar horft til fyrirtækja innan alþjóðageirans. Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fljótlega fram trúverðuga áætlun um afnám hafta en að öðrum kosti muni draga úr hagvexti og atgervisflótti aukast.

Vinna verðmæti úr 3.000 tonnum af fiskroði

Uppsetning verksmiðju á Reykjanesi, sem vinnur kollagen úr fiskroði, er raunhæf strax á næsta ári. Fjárfestingin er um 500 milljónir fyrir utan húsnæði. Vinnslan margfaldar virði hráefnisins.

Seðlabankinn greiddi 7,4 milljónir fyrir Má

Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að skýra verði betur tímasetningar varðandi greiðslu Seðlabankans á kostnaði Más Guðmundssonar. Bankaráðsmaður segir að fyrrverandi formann bankaráðs hafi skort heimildir.

Methagnaður hjá Verði

Hagnaður Varðar árið 2013 nam 623 m.kr. fyrir tekjuskatt en var 515 m.kr. árið 2012 og nemur aukningin 21%.

Orkuskerðing kostar iðnaðinn milljarða

Alcoa Fjarðaál verður af 1,5 milljarða tekjum vegna orkuskerðingar Landsvirkjunar. Elkem á Grundartanga hefur dregið úr framleiðslu um 30%. Becromal hefur drepið á 10 af 60 vélum. Lág vatnsstaða í lónum gerir Landsvirkjun ómögulegt að afhenda næga orku.

Færeyingar finna enn meiri olíu í Noregshafi

Færeysk-skoska olíufélagið Faroe Petroleum tilkynnti fyrir helgi að fundist hefðu olía og gas á Pil-svæðinu undan Þrændalögum í Noregshafi. Hlutabréf í félaginu ruku upp um nærri 15%

Milljarður í hlutafé á einu ári

Íslenska tæknifyrirtækið Meniga hefur undanfarna mánuði sótt um milljarð króna í nýtt hlutafé. Verðmæti fyrirtækisins stendur nú í um þremur milljörðum króna, en stefnan er sett á frekari vöxt og framþróun.

Störfum fjölgað um 175 þúsund

Viðskiptatengd þjónusta, heildsöluviðskipti og matvælaframleiðsla voru þær greinar þar sem mest aukning varð í fjölda starfa á meðan störfum fækkaði í upplýsingaiðnaði. Fjöldi starfa í heilbrigðisþjónustu, byggingaframkvæmdum og smásölu hélst nokkurn veginn eins.

Vélarnar ruku í gang

Búðarhálsvirkjun var gangsett við hátíðlega athöfn í dag. Á þriðja hundrað manns fylgdust með gangsetningu vélanna.

Sjá næstu 50 fréttir