Viðskipti innlent

Skortur á fjármálalæsi leiðir til vanda

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Börnum er kennt að hugsa til framtíðar í fjármálum.
Börnum er kennt að hugsa til framtíðar í fjármálum. fréttablaðið/rósa
Vekja á börn og ungmenni til vitundar um fjármál með alþjóðlegri fjármálalæsisviku sem hefst í dag.

Fjölbreytt dagskrá verður alla vikuna, þar á meðal fjármálalæsisleikur fyrir efstu bekki grunnskóla og leiðsögn um sýningu Seðlabankans.

Innan við eitt prósent barna í heiminum hefur aðgang að fjármálalæsismenntun en skortur á fjármálalæsi veldur því að ungt fólk lendir í vanda vegna skuldsetningar, sem hefur neikvæðar afleiðingar á þroska þess og velferð, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×