Víravél Fjarðaáls verður ekki seld Haraldur Guðmundsson skrifar 12. mars 2014 07:00 Magnús Þór tók við starfi forstjóra Alcoa á Íslandi í janúar 2012. Vísir/GVA Alþjóðlega álfyrirtækið Alcoa hefur fallið frá áformum um sölu á víravél álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði. Vélin var sett í söluferli í september og sala á henni hefði losað um umtalsvert fé enda víravélin ein af þremur framleiðslulínum álversins. Hefði salan gengið í gegn hefðu utanaðkomandi aðilar séð um rekstur hennar í steypuskála álversins í Reyðarfirði.Átti að lækka kostnað Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir að sala á vélinni hafi átt að lækka kostnað og móðurfélagið Alcoa ætlaði að hans sögn að nýta söluandvirðið þar sem fyrirtækið gæti skapað „frekari verðmæti". „Þau tilboð sem við fengum síðan og þær viðræður sem við áttum í kjölfarið við nokkra aðila leiddu ekki til þess að Alcoa næði viðskiptalegum markmiðum sínum með sölu vélarinnar og þess vegna var hætt við söluna," segir Magnús Þór. Hann vill ekki gefa upp verðið sem Alcoa vildi fá fyrir vélina en af stærð línunnar og mikilvægi hennar í framleiðsluferli álversins er ljóst að virði hennar hleypur á milljörðum króna. Ákvörðunin þýðir að álverið mun áfram framleiða og selja álvíra. „Við framleiðum álhleifa og einnig málmblendisstangir og álvírana sem eru verðmætari vörur sem fela í sér áframvinnslu á málminum," segir Magnús og bætir því við að um 57 prósent af tekjum móðurfélagsins verði til við framleiðslu á fullunnum vörum „Það er gjarnan spurt hvort ekki megi vinna álið frekar á Íslandi. Alcoa Fjarðaál gerir það með mikilli framleiðslu á virðisaukandi vörum og það væri ánægjulegt að sjá framleiðslu á lokavöru í framtíðinni á Íslandi. Tækifærin eru til staðar en Alcoa hefur ekki áform um slíkt."Í firðinum Fjarðaál flutti út vörur fyrir 95 milljarða króna árið 2013, eða um 260 milljónir á dag. Fréttablaðið/PjeturAfleiðingar orkuskerðingar Fjarðaál hefur þurft að draga úr framleiðslu álversins vegna orkuskerðingar Landsvirkjunar en tekjutap fyrirtækisins gæti á endanum numið 1,5 milljarði króna miðað við heimsmarkaðsverð á áli. Fyrirtækið þurfti einnig að draga úr framleiðslu í maí í fyrra þegar tilkynnt var um orkuskerðingu sem aldrei varð af. „Það er mjög alvarlegt mál að við fáum tilkynningu um skerðingu tvö ár í röð. Í fyrra gripum við til ráðstafana og minnkuðum straum á kerlínunni og töpuðum framleiðslu á þúsund tonnum af málmi. Síðan var skerðingunni aflýst en við höfðum engu að síður neikvæð áhrif af þeim aðgerðum sem við fórum í til að milda áhrifin," segir Magnús og nefnir einnig áhrif skerðingarinnar á íslenskt atvinnulíf. „Ísland hefur haft samkeppnisforskot á önnur lönd þegar kemur að raforkumálum. Við getum boðið hér upp á endurnýjanlega orkugjafa á samkeppnishæfu verði og gott rekstraröryggi í raforkukerfinu. Þegar svona kemur upp ítrekað, ár eftir ár, þá varpar það skugga á þessa hlið málsins og verður jafnvel til þess að erlendir fjárfestar hugsi sig um áður en þeir horfa til Íslands." Orkusamningur Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar er að sögn Magnúsar upp á 577 megavatta afl á klukkustund. Raforkan sem virkjanir Landsvirkjunar framleiða fer inn á dreifikerfi Landsnets og þaðan til viðskiptavina. Margir, þar á meðal Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar, hafa bent á að bæta þarf dreifikerfi Landsnets svo það geti borið orku á milli landsvæða með viðunandi hætti. „Hér er einungis hægt að flytja til eða frá svæðinu einhvers staðar á bilinu 70-90 megavött, sem er ekki nema brot af því sem við erum að nota. Til að bæta nýtingu og arðsemi raforkuframleiðslunnar á Íslandi þarf að ráðast í verulegar umbætur á dreifikerfinu," segir Magnús.Lá við stórtjóni Þann 8. febrúar síðastliðinn olli röð atvika í dreifikerfi Landsnets því að rafmagn fór af Austurlandi. Álverið varð þá rafmagnslaust í tvær klukkustundir og fimmtíu mínútur og þá lá við stórtjóni. „Við metum það svo að þegar rafmagnsleysi varir í þrjá klukkutíma þá séum við í verulegri hættu á að missa kerlínu álversins. Það þýðir að málmurinn frýs í kerlínunni og því fylgir margra mánaða verkefni við að koma rekstri álversins í gang aftur. En okkur gekk mjög vel að vinna úr ástandinu," segir Magnús og útskýrir fyrir blaðamanni að engin varaaflsstöð geti knúið álver sem framleiðir 340 þúsund tonn af áli ári. Fjarðaál greiðir um 1,4 milljónir króna á dag í raforkuskatt á sama tíma og fyrirtækið berst við orkuskerðingu. Skatturinn var settur á með samkomulagi stjórnvalda og stóriðjufyrirtækjanna árið 2009 og átti þá að vera tímabundinn til ársins 2012. Þáverandi ríkisstjórn framlengdi skattinn í desember 2012 og samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður hann innheimtur út árið 2015. „Árið 2013 greiddum við 518 milljónir króna í raforkuskatt og okkur fannst þáverandi ríkisstjórn ganga á bak orða sinna með því að virða ekki samkomulagið sem gert var en við greiðum þessa skatta."Í samkeppni innan Alcoa Fjarðaál flutti vörur út fyrir 95 milljarða króna á árinu 2013. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi árið 2007 hafa um 36 prósent af útflutningstekjum þess skilað sér inn í þjóðarbúið í formi opinberra gjalda, launa, innkaupa og samfélagsstyrkja. „Upphafleg fjárfesting Alcoa í Fjarðaáli var yfir 220 milljarðar króna. Síðan þá hefur fyrirtækið haldið áfram að fjárfesta og hefur fjárfest fyrir um þrettán milljarða. Á hverju ári er unnið í fjárfestingarverkefnum og á síðasta ári fóru þau yfir einn milljarð króna." Fyrirtækið er að sögn Magnúsar í stöðugri samkeppni um fjárfestingarfé við aðrar rekstrareiningar Alcoa. „Erlendar fjárfestingar koma ekki einungis að nýjum verkefnum heldur er einnig oft fjárfest í umbótum á því sem fyrir er. Því er mikilvægt að Fjarðaál hafi tækifæri til að halda samkeppnishæfni sinni og að hér séu tækifæri til vaxtar til lengri tíma. Fjárfestingar leita þangað sem þær eru arðsamastar."Hagnaðurinn dróst saman Lágt álverð gerir rekstur álvera erfiðan um þessar mundir. Í ársreikningi Alcoa Fjarðaáls frá 2012 segir að hagnaður álversins hafi það ár numið um 33 milljónum dala samanborið við 95 milljónir árið á undan. Magnús vill ekki tjá sig um afkomu síðasta árs og hvort hagnaður hafi dregist saman annað árið í röð. „Hins vegar er álver Alcoa Fjarðaáls nýtt og tæknilega fullkomið álver og við höfum mætt þessari stöðu á álmörkuðum með því að draga úr kostnaði og staðsetja okkur á svokallaðri kostnaðarkúrfu eins vel og okkur er unnt." „Þó staðan sé þung núna erum við engu að síður mjög bjartsýn á framtíð álframleiðslu á Íslandi að því gefnu að fyrirtæki eins og Fjarðaál hafi tækifæri til að halda samkeppnishæfni sinni. Umhverfi áliðnaðarins er þannig í dag að verið er að loka óhagkvæmum álverum og Alcoa hefur einnig gert það," segir Magnús og nefnir í því sambandi álver í Bandaríkjunum, Ástralíu og á Ítalíu. „En við erum bjartsýn fyrir hönd álframleiðslu enda jókst eftirspurn eftir áli um fjögur og hálft prósent á síðasta ári og álbirgðir fóru minnkandi á milli ára," segir Magnús. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Alþjóðlega álfyrirtækið Alcoa hefur fallið frá áformum um sölu á víravél álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði. Vélin var sett í söluferli í september og sala á henni hefði losað um umtalsvert fé enda víravélin ein af þremur framleiðslulínum álversins. Hefði salan gengið í gegn hefðu utanaðkomandi aðilar séð um rekstur hennar í steypuskála álversins í Reyðarfirði.Átti að lækka kostnað Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir að sala á vélinni hafi átt að lækka kostnað og móðurfélagið Alcoa ætlaði að hans sögn að nýta söluandvirðið þar sem fyrirtækið gæti skapað „frekari verðmæti". „Þau tilboð sem við fengum síðan og þær viðræður sem við áttum í kjölfarið við nokkra aðila leiddu ekki til þess að Alcoa næði viðskiptalegum markmiðum sínum með sölu vélarinnar og þess vegna var hætt við söluna," segir Magnús Þór. Hann vill ekki gefa upp verðið sem Alcoa vildi fá fyrir vélina en af stærð línunnar og mikilvægi hennar í framleiðsluferli álversins er ljóst að virði hennar hleypur á milljörðum króna. Ákvörðunin þýðir að álverið mun áfram framleiða og selja álvíra. „Við framleiðum álhleifa og einnig málmblendisstangir og álvírana sem eru verðmætari vörur sem fela í sér áframvinnslu á málminum," segir Magnús og bætir því við að um 57 prósent af tekjum móðurfélagsins verði til við framleiðslu á fullunnum vörum „Það er gjarnan spurt hvort ekki megi vinna álið frekar á Íslandi. Alcoa Fjarðaál gerir það með mikilli framleiðslu á virðisaukandi vörum og það væri ánægjulegt að sjá framleiðslu á lokavöru í framtíðinni á Íslandi. Tækifærin eru til staðar en Alcoa hefur ekki áform um slíkt."Í firðinum Fjarðaál flutti út vörur fyrir 95 milljarða króna árið 2013, eða um 260 milljónir á dag. Fréttablaðið/PjeturAfleiðingar orkuskerðingar Fjarðaál hefur þurft að draga úr framleiðslu álversins vegna orkuskerðingar Landsvirkjunar en tekjutap fyrirtækisins gæti á endanum numið 1,5 milljarði króna miðað við heimsmarkaðsverð á áli. Fyrirtækið þurfti einnig að draga úr framleiðslu í maí í fyrra þegar tilkynnt var um orkuskerðingu sem aldrei varð af. „Það er mjög alvarlegt mál að við fáum tilkynningu um skerðingu tvö ár í röð. Í fyrra gripum við til ráðstafana og minnkuðum straum á kerlínunni og töpuðum framleiðslu á þúsund tonnum af málmi. Síðan var skerðingunni aflýst en við höfðum engu að síður neikvæð áhrif af þeim aðgerðum sem við fórum í til að milda áhrifin," segir Magnús og nefnir einnig áhrif skerðingarinnar á íslenskt atvinnulíf. „Ísland hefur haft samkeppnisforskot á önnur lönd þegar kemur að raforkumálum. Við getum boðið hér upp á endurnýjanlega orkugjafa á samkeppnishæfu verði og gott rekstraröryggi í raforkukerfinu. Þegar svona kemur upp ítrekað, ár eftir ár, þá varpar það skugga á þessa hlið málsins og verður jafnvel til þess að erlendir fjárfestar hugsi sig um áður en þeir horfa til Íslands." Orkusamningur Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar er að sögn Magnúsar upp á 577 megavatta afl á klukkustund. Raforkan sem virkjanir Landsvirkjunar framleiða fer inn á dreifikerfi Landsnets og þaðan til viðskiptavina. Margir, þar á meðal Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar, hafa bent á að bæta þarf dreifikerfi Landsnets svo það geti borið orku á milli landsvæða með viðunandi hætti. „Hér er einungis hægt að flytja til eða frá svæðinu einhvers staðar á bilinu 70-90 megavött, sem er ekki nema brot af því sem við erum að nota. Til að bæta nýtingu og arðsemi raforkuframleiðslunnar á Íslandi þarf að ráðast í verulegar umbætur á dreifikerfinu," segir Magnús.Lá við stórtjóni Þann 8. febrúar síðastliðinn olli röð atvika í dreifikerfi Landsnets því að rafmagn fór af Austurlandi. Álverið varð þá rafmagnslaust í tvær klukkustundir og fimmtíu mínútur og þá lá við stórtjóni. „Við metum það svo að þegar rafmagnsleysi varir í þrjá klukkutíma þá séum við í verulegri hættu á að missa kerlínu álversins. Það þýðir að málmurinn frýs í kerlínunni og því fylgir margra mánaða verkefni við að koma rekstri álversins í gang aftur. En okkur gekk mjög vel að vinna úr ástandinu," segir Magnús og útskýrir fyrir blaðamanni að engin varaaflsstöð geti knúið álver sem framleiðir 340 þúsund tonn af áli ári. Fjarðaál greiðir um 1,4 milljónir króna á dag í raforkuskatt á sama tíma og fyrirtækið berst við orkuskerðingu. Skatturinn var settur á með samkomulagi stjórnvalda og stóriðjufyrirtækjanna árið 2009 og átti þá að vera tímabundinn til ársins 2012. Þáverandi ríkisstjórn framlengdi skattinn í desember 2012 og samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður hann innheimtur út árið 2015. „Árið 2013 greiddum við 518 milljónir króna í raforkuskatt og okkur fannst þáverandi ríkisstjórn ganga á bak orða sinna með því að virða ekki samkomulagið sem gert var en við greiðum þessa skatta."Í samkeppni innan Alcoa Fjarðaál flutti vörur út fyrir 95 milljarða króna á árinu 2013. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi árið 2007 hafa um 36 prósent af útflutningstekjum þess skilað sér inn í þjóðarbúið í formi opinberra gjalda, launa, innkaupa og samfélagsstyrkja. „Upphafleg fjárfesting Alcoa í Fjarðaáli var yfir 220 milljarðar króna. Síðan þá hefur fyrirtækið haldið áfram að fjárfesta og hefur fjárfest fyrir um þrettán milljarða. Á hverju ári er unnið í fjárfestingarverkefnum og á síðasta ári fóru þau yfir einn milljarð króna." Fyrirtækið er að sögn Magnúsar í stöðugri samkeppni um fjárfestingarfé við aðrar rekstrareiningar Alcoa. „Erlendar fjárfestingar koma ekki einungis að nýjum verkefnum heldur er einnig oft fjárfest í umbótum á því sem fyrir er. Því er mikilvægt að Fjarðaál hafi tækifæri til að halda samkeppnishæfni sinni og að hér séu tækifæri til vaxtar til lengri tíma. Fjárfestingar leita þangað sem þær eru arðsamastar."Hagnaðurinn dróst saman Lágt álverð gerir rekstur álvera erfiðan um þessar mundir. Í ársreikningi Alcoa Fjarðaáls frá 2012 segir að hagnaður álversins hafi það ár numið um 33 milljónum dala samanborið við 95 milljónir árið á undan. Magnús vill ekki tjá sig um afkomu síðasta árs og hvort hagnaður hafi dregist saman annað árið í röð. „Hins vegar er álver Alcoa Fjarðaáls nýtt og tæknilega fullkomið álver og við höfum mætt þessari stöðu á álmörkuðum með því að draga úr kostnaði og staðsetja okkur á svokallaðri kostnaðarkúrfu eins vel og okkur er unnt." „Þó staðan sé þung núna erum við engu að síður mjög bjartsýn á framtíð álframleiðslu á Íslandi að því gefnu að fyrirtæki eins og Fjarðaál hafi tækifæri til að halda samkeppnishæfni sinni. Umhverfi áliðnaðarins er þannig í dag að verið er að loka óhagkvæmum álverum og Alcoa hefur einnig gert það," segir Magnús og nefnir í því sambandi álver í Bandaríkjunum, Ástralíu og á Ítalíu. „En við erum bjartsýn fyrir hönd álframleiðslu enda jókst eftirspurn eftir áli um fjögur og hálft prósent á síðasta ári og álbirgðir fóru minnkandi á milli ára," segir Magnús.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira