Sandgerði að eflast sem bær "flugfisks“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2014 18:01 Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. Fyrirtækin þar nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma afurðunum með sem skjótustum hætti á verðmætustu markaðina erlendis. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er ferlinu fylgt, allt frá því bátarnir sigla inn til hafnar þar til fiskurinn er tveimur sólarhringum síðar kominn í innkaupakörfu erlendra neytenda eða á matardiskinn á veitingahúsum stórborga.Katrín Einarsdóttir, framleiðslustjóri Ný-fisks: „Langflottast að vinna í fiski."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið Ný-fiskur var með þeim fyrstu sem byrjuðu í hinum svokallaða flugfiski fyrir aldarfjórðungi. Þar segir Katrín Einarsdóttir framleiðslustjóri að þetta sé leiðin til að fá hæsta verðið og kveðst hún vera afar stolt af því að vinna í sjávarútvegi núna. Fyrir 2008 hafi þótt flottast að vinna í banka en nú finnst henni langflottast að vinna í fiski. Úr Sandgerði er ekki nema sjö til tíu mínútna akstur upp á flugvöll þar sem fiskútflytendum býðst beint flug með fiskinn til yfir tuttugu borga bæði í Evrópu og Ameríku. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmastjóri Icelandair Cargo, segir að með þessu leiðakerfi hafi tekist að skapa forskot á helstu samkeppnisaðila Íslendinga í ferskum fiski. Bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, sér samfélagið þar eflast vegna þessarar hagstæðu staðsetningar bæjarfélagsins, bæði gagnvart fiskimiðum og flugvellinum. Þannig hafi þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki tekið til starfa á síðasta ári.Gísli Ólafsson skipstjóri: „Gaman að vita af því að fiskurinn verður borðaður í útlöndum á morgun eða hinn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjávarútvegur Suðurnesjabær Um land allt Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. Fyrirtækin þar nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma afurðunum með sem skjótustum hætti á verðmætustu markaðina erlendis. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er ferlinu fylgt, allt frá því bátarnir sigla inn til hafnar þar til fiskurinn er tveimur sólarhringum síðar kominn í innkaupakörfu erlendra neytenda eða á matardiskinn á veitingahúsum stórborga.Katrín Einarsdóttir, framleiðslustjóri Ný-fisks: „Langflottast að vinna í fiski."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið Ný-fiskur var með þeim fyrstu sem byrjuðu í hinum svokallaða flugfiski fyrir aldarfjórðungi. Þar segir Katrín Einarsdóttir framleiðslustjóri að þetta sé leiðin til að fá hæsta verðið og kveðst hún vera afar stolt af því að vinna í sjávarútvegi núna. Fyrir 2008 hafi þótt flottast að vinna í banka en nú finnst henni langflottast að vinna í fiski. Úr Sandgerði er ekki nema sjö til tíu mínútna akstur upp á flugvöll þar sem fiskútflytendum býðst beint flug með fiskinn til yfir tuttugu borga bæði í Evrópu og Ameríku. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmastjóri Icelandair Cargo, segir að með þessu leiðakerfi hafi tekist að skapa forskot á helstu samkeppnisaðila Íslendinga í ferskum fiski. Bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, sér samfélagið þar eflast vegna þessarar hagstæðu staðsetningar bæjarfélagsins, bæði gagnvart fiskimiðum og flugvellinum. Þannig hafi þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki tekið til starfa á síðasta ári.Gísli Ólafsson skipstjóri: „Gaman að vita af því að fiskurinn verður borðaður í útlöndum á morgun eða hinn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Sjávarútvegur Suðurnesjabær Um land allt Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira