Viðskipti innlent

Hlutfall Íslendinga breyst mjög

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Nærri tvöfalt fleiri farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári en árið 2003 þegar farþegar voru um 600 þúsund talsins. Þá eru farþegar sem millilenda ekki meðtaldir. Túristi.is greinir frá.

Tölurnar sýna að hlutfall Íslendinga í farþegahópnum var frá 48,6% til 52,3% á árunum 2003 til 2007. Síðan þá fór ferðum Íslendinga fækkandi en á sama tíma jókst ferðamannastraumur til Íslands mikið. Þá var þriðji hver farþegi í innritunarsal á Leifsstöð í fyrra Íslendingur. Hlutfallið lækkaði um tíund frá árinu 2012.

Fjölgun ferðamanna til Íslands er að aukast en um 12.500 fleiri ferðamenn fóru frá landinu í febrúar í ár en á sama tíma í fyrra. Þá voru Bretar fjölmennastir með um 43,5% af heildarfjölda ferðamanna og næst á eftir þeim voru Bandaríkjamenn með um 12,9% af heildarfjöldanum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×