Svipmynd Markaðarins: Söng með Skálmöld í Hörpunni Haraldur Guðmundsson skrifar 10. mars 2014 08:44 Eggert hafði starfað hjá HB Granda í einungis hálft ár þegar hann var gerður að forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins. Vísir/Valli „Við vorum að skila uppgjöri sem var býsna nálægt því sem við höfðum kynnt í okkar fjárfestakynningum í tengslum við útboð og skráningu á markað, annars vegar hvað varðar afkomu og hins vegar tillögur um arðgreiðslur,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, og vísar í afkomutölur félagsins fyrir árið 2013. Þar kom fram að heildarhagnaður N1 nam 637 milljónum króna á árinu, samanborið við rúmlega 1.190 milljónir árið 2012, og tillögur stjórnar um arðgreiðslur námu 1.650 milljónum króna. „Það er verið að leggja til býsna háar arðgreiðslur sem skýrast af því að hér hefur ekki verið greiddur arður í mörg ár.“ Eggert var ráðinn forstjóri N1 sumarið 2012 og þá hafði hann stýrt HB Granda í átta ár. „Upphaflega lærði ég rafmagnsverkfræði í Þýskalandi og starfaði eftir það sem verkfræðingur hjá Járnblendifélaginu á Grundartanga við rannsóknir og þróunarstörf. Eftir fimm ár þar fluttum við fjölskyldan til Spánar þar sem ég tók MBA við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona,“ segir Eggert. Eftir MBA-námið var Eggert ráðinn til Philips Electronics í Belgíu og árið 2000 til Philips í San José í Kaliforníu þar sem hann starfaði þangað til fjölskyldan flutti aftur heim árið 2004. „Þetta var gríðarlega lærdómsríkur tími, sérstaklega Kaliforníuárin þar sem við vorum að vinna náið með stóru amerísku tölvufyrirtækjunum Dell, Apple, Hewlett Packard, IBM og Microsoft,“ segir Eggert. Hann er mikill tónlistaráhugamaður en hann spilar bæði á gítar og syngur í Karlakór Reykjavíkur. Hann byrjaði í kórnum í haust og söng fyrst opinberlega á tónleikum hljómsveitarinnar Skálmaldar í Eldborgarsal Hörpu í nóvember. „Það eru mikil plön hjá mínum ágæta kór og það verða miklir tónleikar í vor og síðan er stóra planið að fara í kórferð til Pétursborgar í haust.“ Eggert er kvæntur Jónínu Lýðsdóttur, hjúkrunarfræðingi og nema í ferðamálafræði, og á þrjú börn á aldrinum 16 til 24 ára. „Við hjónin reynum að ganga á fjöll eftir því sem við getum. Undanfarin sumur höfum við farið á Hornstrandir en næsta sumar ætlum við á Lónsöræfi. Svo er maður að dröslast í þessu golfi en ég byrjaði í sportinu á gamalsaldri, þannig að það hefur verið smá barningur að ná tökum á því. En það er gaman þegar vel gengur.“Katrín Olga JóhannesdóttirKatrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já.is „Eggert Benedikt er eindæma skemmtilegur félagi og drengur góður. Hann kemur sífellt á óvart með smellnum vísum sem gefa lífinu lit og lyfta viðskiptaumhverfinu á skemmtilegt plan. Hann hefur einnig mikla tónlistargáfu og stofnar hljómsveitir eins og ekkert sé, ásamt því að syngja með Karlakór Reykjavíkur, það er því aldrei leiðinlegt í kringum Eggert. Sjálfsagt hafa þessar sérgáfur hans stutt við hversu vel honum hefur farnast í íslensku viðskiptalífi, hann er laus við öll látalæti og kemur til dyranna eins og hann er klæddur og nær því góðum tengslum við fólk og fyrirtæki.“Birna EinarsdóttirBirna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka „Ég kynntist Eggert í gegnum Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Við vorum þar saman í nefnd með tveimur öðrum. Við náðum strax vel saman enda Eggert maður sem gaman er að vera nálægt – skemmtilegur og málefnalegur. Karlinn er ótrúlega hagmæltur og þegar við kynntum niðurstöðu skýrslu sem við unnum að var hún meira og minna í bundnu máli. Íslandsbanki vann síðan þétt með N1 við skráningu félagsins og var sú samvinna frábær í alla staði. Eggert er toppmaður.“ Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
„Við vorum að skila uppgjöri sem var býsna nálægt því sem við höfðum kynnt í okkar fjárfestakynningum í tengslum við útboð og skráningu á markað, annars vegar hvað varðar afkomu og hins vegar tillögur um arðgreiðslur,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, og vísar í afkomutölur félagsins fyrir árið 2013. Þar kom fram að heildarhagnaður N1 nam 637 milljónum króna á árinu, samanborið við rúmlega 1.190 milljónir árið 2012, og tillögur stjórnar um arðgreiðslur námu 1.650 milljónum króna. „Það er verið að leggja til býsna háar arðgreiðslur sem skýrast af því að hér hefur ekki verið greiddur arður í mörg ár.“ Eggert var ráðinn forstjóri N1 sumarið 2012 og þá hafði hann stýrt HB Granda í átta ár. „Upphaflega lærði ég rafmagnsverkfræði í Þýskalandi og starfaði eftir það sem verkfræðingur hjá Járnblendifélaginu á Grundartanga við rannsóknir og þróunarstörf. Eftir fimm ár þar fluttum við fjölskyldan til Spánar þar sem ég tók MBA við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona,“ segir Eggert. Eftir MBA-námið var Eggert ráðinn til Philips Electronics í Belgíu og árið 2000 til Philips í San José í Kaliforníu þar sem hann starfaði þangað til fjölskyldan flutti aftur heim árið 2004. „Þetta var gríðarlega lærdómsríkur tími, sérstaklega Kaliforníuárin þar sem við vorum að vinna náið með stóru amerísku tölvufyrirtækjunum Dell, Apple, Hewlett Packard, IBM og Microsoft,“ segir Eggert. Hann er mikill tónlistaráhugamaður en hann spilar bæði á gítar og syngur í Karlakór Reykjavíkur. Hann byrjaði í kórnum í haust og söng fyrst opinberlega á tónleikum hljómsveitarinnar Skálmaldar í Eldborgarsal Hörpu í nóvember. „Það eru mikil plön hjá mínum ágæta kór og það verða miklir tónleikar í vor og síðan er stóra planið að fara í kórferð til Pétursborgar í haust.“ Eggert er kvæntur Jónínu Lýðsdóttur, hjúkrunarfræðingi og nema í ferðamálafræði, og á þrjú börn á aldrinum 16 til 24 ára. „Við hjónin reynum að ganga á fjöll eftir því sem við getum. Undanfarin sumur höfum við farið á Hornstrandir en næsta sumar ætlum við á Lónsöræfi. Svo er maður að dröslast í þessu golfi en ég byrjaði í sportinu á gamalsaldri, þannig að það hefur verið smá barningur að ná tökum á því. En það er gaman þegar vel gengur.“Katrín Olga JóhannesdóttirKatrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já.is „Eggert Benedikt er eindæma skemmtilegur félagi og drengur góður. Hann kemur sífellt á óvart með smellnum vísum sem gefa lífinu lit og lyfta viðskiptaumhverfinu á skemmtilegt plan. Hann hefur einnig mikla tónlistargáfu og stofnar hljómsveitir eins og ekkert sé, ásamt því að syngja með Karlakór Reykjavíkur, það er því aldrei leiðinlegt í kringum Eggert. Sjálfsagt hafa þessar sérgáfur hans stutt við hversu vel honum hefur farnast í íslensku viðskiptalífi, hann er laus við öll látalæti og kemur til dyranna eins og hann er klæddur og nær því góðum tengslum við fólk og fyrirtæki.“Birna EinarsdóttirBirna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka „Ég kynntist Eggert í gegnum Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Við vorum þar saman í nefnd með tveimur öðrum. Við náðum strax vel saman enda Eggert maður sem gaman er að vera nálægt – skemmtilegur og málefnalegur. Karlinn er ótrúlega hagmæltur og þegar við kynntum niðurstöðu skýrslu sem við unnum að var hún meira og minna í bundnu máli. Íslandsbanki vann síðan þétt með N1 við skráningu félagsins og var sú samvinna frábær í alla staði. Eggert er toppmaður.“
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira