Viðskipti innlent

Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur

Baldvin Þormóðsson skrifar
Jordan Belfort var snemma á ferli sínum titlaður sem úlfurinn á Wall Street.
Jordan Belfort var snemma á ferli sínum titlaður sem úlfurinn á Wall Street.
Sölufyrirlestur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun fara fram í Háskólabíó 6. maí. Í samtali við fréttavef mbl segir Jón Gunnar Geirdal að miðar á fyrirlesturinn muni kosta á bilinu 39.900 og 49.900 krónur.

Í tilkynningu Yslands, fyrirtæki Jóns Gunnars, er sagt frá sölutækni Belforts og sögu hans. Eins og komið hefur fram var Belfort dæmdur til þess að greiða viðskiptavinum sínum 110,4 milljónir dollara eða jafnvirði 12 og hálfs milljarða íslenskra króna.

Í nýlegri kvikmynd Martin Scorsese "The Wolf of Wall Street“ fór Leonardo DiCaprio á kostum í hlutverki Belforts en þrátt fyrir að hafa auðgast ágætlega á kvikmyndaréttinum og útgáfu bókar um sögu sína þá hefur Belfort enn þann dag í dag aðeins greitt hluta skuldarinnar.

Miðasala á fyrirlesturinn hefst á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×