Viðskipti innlent

Karl og Guðni á­kærðir fyrir að van­rækja skil á árs­reikningum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Karl Wernersson var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lyf og heilsu.
Karl Wernersson var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lyf og heilsu. visir/gva

Sérstakur saksóknari hefur ákært Karl Wernersson, Guðna Björgvin Guðnason, og hlutafélagið Lyf og heilsu fyrir meiri háttar brot gegn ársreikningalögum en þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Karl Wernersson var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lyf og heilsu frá 1. september 2010. Guðni Björgvin var framkvæmdastjóri félagsins frá 31. ágúst 2010.

Báðir eru þeir ákærðir fyrir að vanrækja skil á ársreikningum Lyf og heilsu. Karl vegna áranna 2008, 2009 og 2010 en Guðni vegna áranna 2008 og 2009.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi föstudag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×