Fleiri fréttir

Gagnastreymi „rænt“ til Íslands

Alþjóðlegu gagnastreymi „rænt“ til Íslands, segir í skýrslu frá netvöktunarfyrirtækinu Renesys. Ástæðan sögð vera til að safna upplýsingum af fjárhagslegum toga. Síminn segir um bilun að ræða, ekki árás.

Rafræn skilríki komin í farsíma

Ný farsímakort frá Símanum eru nú orðin fullgild rafræn skilríki sem gilda fyrst um sinn inni á þjónustusíðum Símans, en innan tíðar munu fleiri fyrirtæki og stofnanir bjóða upp á slíkt.

Mokveiði hjá síldveiðiskipunum

Mokveiði var hjá þeim síldveiðiskipum, sem enn voru á Breiðafirði í gær og eru þau nú á landleið með afla. Önnur skip, sem voru búin að gefa upp vonina um að finna síld í Breiðafirði og voru farin að leita annarsstaðar, eru nú á leið í Breiðafjörðinn í von um að veiðin haldist áfram góð í dag, en síldin veiðist aðeins í björtu.

Reisa veitingastað á súlum við Vestmannaeyjahöfn

Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins Rib-safari í Vestmannaeyjum vilja reisa veitinga- og þjónustuhús við Vestmannaeyjahöfn. Húsið verður reist á landfyllingu en stór viðarpallur í kringum það mun hvíla á stólpum.

Verðmæti Plain Vanilla hleypur á milljörðum króna

Verðmæti tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla sem gaf út leikinn Quiz Up fyrir iPhone og iPad hleypur núna á milljörðum króna. Hlutafjáraukning er í undirbúningi. Þá er unnið að gerð Quiz Up fyrir Android-stýrikerfið.

Norðmenn biðja um frest vegna Drekans

Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu.

Bill Gates barðist við tárin

Stjórnarformaður Microsoft í tilfinningalegu uppnámi þegar hann ræddi forstjóraskipti í fyrirtækinu.

Stöðugt gengi mikilvægt fyrir komandi kjarasamninga

Gengi krónunnar hefur verið stöðugt undanfarið og er það mikilvægt fyrir kjarasamninga þar sem verðbólguvæntingar eru mótandi fyrir umsamdar launahækkanir, og þar með þá verðbólgu sem fylgir í kjölfarið.

JP Morgan borgar risasekt

Bandaríski stórbankinn JP Morgan hefur samþykkt að greiða þrettán milljarða bandaríkjadala í sekt, eða rúmlega fimmtánhundruð milljarða íslenskra króna. Það stappar nærri vergri landsframleiðslu Íslands sem er tæplega sautjánhundruð milljarðar.

Sóknarfæri gefast þegar námsskrár eru endurskoðaðar

Stöðugur barningur er að laða að fjárfesta sem stutt geta við vöxt og útrás Mentors. Fyrirtækið er með góða fótfestu hér og í Svíþjóð. Reynt er að sæta lagi í útrás við innleiðingu nýrra námsskráa í öðrum Evrópulöndum.

Áhyggjur Þórarins speglast í skýrslum

Áhyggjur aðalhagfræðings Seðlabankans af kosningaloforði Framsóknarflokksins eiga sér stoð í skýrslum erlendra matsfyrirtækja sem meta lánshæfi ríkissjóðs.

Tuttugasta útgáfa EVE Online kemur út í dag

Leikurinn Eve Online hefur tekið miklum breytingum á þeim tíu árum frá því hann kom fyrst út. Í dag kemur tuttugasta viðbót leiksins út, en hún ber nafnið Rubicon.

Forstjóranum sparkað með vænum starfslokasamningi

Óvænt brotthvarf Magna Arge úr forstjórastól flugfélagsins Atlantic Airways um helgina skekur nú Færeyjar. Danskur fjölmiðill fullyrðir að Landsstjórn Færeyja hafi samþykkt að Magni yrði rekinn og hann fái 150 milljóna króna starfslokasamning.

Sjá næstu 50 fréttir