Viðskipti innlent

Lýsi hagnaðist um 330,5 milljónir á síðasta ári

Haraldur Guðmundsson skrifar
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. vísir/valli
Rekstur Lýsis. hf. skilaði 330,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 47,9 milljóna hagnað árið 2011.

Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag.

Velta fyrirtækisins er þar sögð hafa aukist um 1,4 milljarða króna milli ára, en veltan var 7,3 milljarðar árið 2012. Eignir þesss jukust einnig, um rúman milljarð, og eigið fé nam 358,2 milljónum króna, samanborið við 64,7 milljónir árið 2011.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×