Viðskipti innlent

Útgjöld til heilbrigðismála drógust saman um tæp 4%

Kristján Hjálmarsson skrifar
Heildarútgjöld til heilbrigðismála á mann drógust saman 3,8% á Íslandi á milli áranna 2009 og 2011.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála á mann drógust saman 3,8% á Íslandi á milli áranna 2009 og 2011.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála á mann drógust saman 3,8% á Íslandi á milli áranna 2009 og 2011. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD.

Samkvæmt skýrslunni drógust útgjöld til heilbrigðismála á manna saman í einu af hverjum þremur ríkjum OECD á þessum árum. Mest í þeim ríkjum sem urðu verst fyrir efnahagskreppunni. Ísland er þar á meðal með 3,8% samdrátt að meðaltali á ári. Er þetta viðsnúningur frá aukningu útgjalda sem einkenndi árin fram að kreppunni.

Útgjöld til heilbrigðismála í heild í ríkjum OECD voru að meðaltali 9,3% af vergri landsframleiðslu ríkjanna árið 2011. Í Bandaríkjunum var hlutfallið langhæst eða 17,7% en næsthæst í Hollandi, 11,9%. Ísland var í 19. sæti ríkja OECD á þennan mælikvarða ásamt Finnlandi með 9,0%.

Að meðaltali vörðu ríki OECD 3.322 Bandaríkjadölum á mann til heilbrigðismála árið 2011 miðað við jafnvirðisgildi dollars. Á Íslandi námu útgjöldin 3.305 USD á mann, í Noregi 5.669 USD, í Danmörku 4.448 USD, í Svíþjóð 3.925 USD og í Finnlandi 3.374 USD þetta sama ár. Í Bandaríkjunum voru útgjöldin hins vegar mest eða 8.508 USD á mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×