Botnar ekkert í þessu útspili slitastjórnar Glitnis Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 22:00 Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarformaður FL Group. Skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis gegn níu fyrrverandi stjórnendum og helstu eigendum bankans verður mögulega frestað eins og Vísir greindi frá í dag. Ástæðan er sú að sérstakur saksóknari hefur hafið rannsókn á 15 milljarða króna víkjandi láni frá Glitni til Baugs í desember 2007. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður slitastjórnarinnar, lagði fram beiðni um frestun málsins vegna rannsóknar sérstaks saksóknara við fyrirtöku í dag. Í beiðni Hróbjarts, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Glitnir hafi tilkynnt lánveitinguna til embættisins og krefst frestunar þar til rannsóknarniðurstaða sérstaks saksóknara eða eftir atvikum úrslit sakmáls, verði það höfðað í kjölfarið, liggi fyrir. Skarphéðinn Berg Steinarsson, einn níumenninganna, segir í samtali við Vísi að hann botni ekkert í þessu útspili slitastjórnarinnar. „Stefnan var upphaflega birt í febrúar árið 2012, núna 19 mánuðum síðar og viku fyrir áætlaðan málflutning, þá draga þeir það upp að þeir hafi í apríl skrifað sérstökum saksóknara bréf. Þetta er eina leiðin sem þeir hafa til að halda þessu máli á lífi af því það er algerlega steindautt, bæði er það fyrnt og margir þeirra sem stefnt er í málinu eiga ekki einu sinni aðild að því, þar á meðal ég,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn segir slitastjórnina hafa verið með þrotabú bankans til skoðunar í fimm ár og varið til þess á annan tug milljarða króna. Hann segir vænan hluta þess hafa runnið til slitastjórnarmanna og vildarvina þeirra. „Ekkert nýtt hefur komið fram í þessu máli. Ekki hefur verið upplýst um hvað slitastjórnin sá fyrst í apríl sem ekki var ljóst fyrir þann tíma. Þetta er eina von þeirra til að teygja þetta á langinn og halda málinu á lífi einhver ár í viðbót. Þannig má halda áfram að rukka kröfuhafana um hæstu lögmannsþóknanir sem þekkjast hér á landi,“ segir Skarphéðinn. Í bréfi sérstaks saksóknara til Hróbjarts lögmanns slitastjórnarinnar, og sjá má hér að neðan, segir að rannsókn sakamál á grundvelli bréfs slitastjórnarinnar til embættisins sé á byrjunarstigi og ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að þessu leyti. Skarphéðinn segir þetta ótækt. „Rannsóknin er á byrjunarstigi og miðað við hraðann á rannsóknum hjá sérstökum saksóknara þá eru kannski þrjú ár í að hann ljúki sinni rannsókn og þar með smyr slitastjórnin eilífðarvélina sína áfram,“ segir Skarphéðinn. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis gegn níu fyrrverandi stjórnendum og helstu eigendum bankans verður mögulega frestað eins og Vísir greindi frá í dag. Ástæðan er sú að sérstakur saksóknari hefur hafið rannsókn á 15 milljarða króna víkjandi láni frá Glitni til Baugs í desember 2007. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður slitastjórnarinnar, lagði fram beiðni um frestun málsins vegna rannsóknar sérstaks saksóknara við fyrirtöku í dag. Í beiðni Hróbjarts, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Glitnir hafi tilkynnt lánveitinguna til embættisins og krefst frestunar þar til rannsóknarniðurstaða sérstaks saksóknara eða eftir atvikum úrslit sakmáls, verði það höfðað í kjölfarið, liggi fyrir. Skarphéðinn Berg Steinarsson, einn níumenninganna, segir í samtali við Vísi að hann botni ekkert í þessu útspili slitastjórnarinnar. „Stefnan var upphaflega birt í febrúar árið 2012, núna 19 mánuðum síðar og viku fyrir áætlaðan málflutning, þá draga þeir það upp að þeir hafi í apríl skrifað sérstökum saksóknara bréf. Þetta er eina leiðin sem þeir hafa til að halda þessu máli á lífi af því það er algerlega steindautt, bæði er það fyrnt og margir þeirra sem stefnt er í málinu eiga ekki einu sinni aðild að því, þar á meðal ég,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn segir slitastjórnina hafa verið með þrotabú bankans til skoðunar í fimm ár og varið til þess á annan tug milljarða króna. Hann segir vænan hluta þess hafa runnið til slitastjórnarmanna og vildarvina þeirra. „Ekkert nýtt hefur komið fram í þessu máli. Ekki hefur verið upplýst um hvað slitastjórnin sá fyrst í apríl sem ekki var ljóst fyrir þann tíma. Þetta er eina von þeirra til að teygja þetta á langinn og halda málinu á lífi einhver ár í viðbót. Þannig má halda áfram að rukka kröfuhafana um hæstu lögmannsþóknanir sem þekkjast hér á landi,“ segir Skarphéðinn. Í bréfi sérstaks saksóknara til Hróbjarts lögmanns slitastjórnarinnar, og sjá má hér að neðan, segir að rannsókn sakamál á grundvelli bréfs slitastjórnarinnar til embættisins sé á byrjunarstigi og ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að þessu leyti. Skarphéðinn segir þetta ótækt. „Rannsóknin er á byrjunarstigi og miðað við hraðann á rannsóknum hjá sérstökum saksóknara þá eru kannski þrjú ár í að hann ljúki sinni rannsókn og þar með smyr slitastjórnin eilífðarvélina sína áfram,“ segir Skarphéðinn.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira