Botnar ekkert í þessu útspili slitastjórnar Glitnis Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 22:00 Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarformaður FL Group. Skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis gegn níu fyrrverandi stjórnendum og helstu eigendum bankans verður mögulega frestað eins og Vísir greindi frá í dag. Ástæðan er sú að sérstakur saksóknari hefur hafið rannsókn á 15 milljarða króna víkjandi láni frá Glitni til Baugs í desember 2007. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður slitastjórnarinnar, lagði fram beiðni um frestun málsins vegna rannsóknar sérstaks saksóknara við fyrirtöku í dag. Í beiðni Hróbjarts, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Glitnir hafi tilkynnt lánveitinguna til embættisins og krefst frestunar þar til rannsóknarniðurstaða sérstaks saksóknara eða eftir atvikum úrslit sakmáls, verði það höfðað í kjölfarið, liggi fyrir. Skarphéðinn Berg Steinarsson, einn níumenninganna, segir í samtali við Vísi að hann botni ekkert í þessu útspili slitastjórnarinnar. „Stefnan var upphaflega birt í febrúar árið 2012, núna 19 mánuðum síðar og viku fyrir áætlaðan málflutning, þá draga þeir það upp að þeir hafi í apríl skrifað sérstökum saksóknara bréf. Þetta er eina leiðin sem þeir hafa til að halda þessu máli á lífi af því það er algerlega steindautt, bæði er það fyrnt og margir þeirra sem stefnt er í málinu eiga ekki einu sinni aðild að því, þar á meðal ég,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn segir slitastjórnina hafa verið með þrotabú bankans til skoðunar í fimm ár og varið til þess á annan tug milljarða króna. Hann segir vænan hluta þess hafa runnið til slitastjórnarmanna og vildarvina þeirra. „Ekkert nýtt hefur komið fram í þessu máli. Ekki hefur verið upplýst um hvað slitastjórnin sá fyrst í apríl sem ekki var ljóst fyrir þann tíma. Þetta er eina von þeirra til að teygja þetta á langinn og halda málinu á lífi einhver ár í viðbót. Þannig má halda áfram að rukka kröfuhafana um hæstu lögmannsþóknanir sem þekkjast hér á landi,“ segir Skarphéðinn. Í bréfi sérstaks saksóknara til Hróbjarts lögmanns slitastjórnarinnar, og sjá má hér að neðan, segir að rannsókn sakamál á grundvelli bréfs slitastjórnarinnar til embættisins sé á byrjunarstigi og ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að þessu leyti. Skarphéðinn segir þetta ótækt. „Rannsóknin er á byrjunarstigi og miðað við hraðann á rannsóknum hjá sérstökum saksóknara þá eru kannski þrjú ár í að hann ljúki sinni rannsókn og þar með smyr slitastjórnin eilífðarvélina sína áfram,“ segir Skarphéðinn. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis gegn níu fyrrverandi stjórnendum og helstu eigendum bankans verður mögulega frestað eins og Vísir greindi frá í dag. Ástæðan er sú að sérstakur saksóknari hefur hafið rannsókn á 15 milljarða króna víkjandi láni frá Glitni til Baugs í desember 2007. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður slitastjórnarinnar, lagði fram beiðni um frestun málsins vegna rannsóknar sérstaks saksóknara við fyrirtöku í dag. Í beiðni Hróbjarts, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Glitnir hafi tilkynnt lánveitinguna til embættisins og krefst frestunar þar til rannsóknarniðurstaða sérstaks saksóknara eða eftir atvikum úrslit sakmáls, verði það höfðað í kjölfarið, liggi fyrir. Skarphéðinn Berg Steinarsson, einn níumenninganna, segir í samtali við Vísi að hann botni ekkert í þessu útspili slitastjórnarinnar. „Stefnan var upphaflega birt í febrúar árið 2012, núna 19 mánuðum síðar og viku fyrir áætlaðan málflutning, þá draga þeir það upp að þeir hafi í apríl skrifað sérstökum saksóknara bréf. Þetta er eina leiðin sem þeir hafa til að halda þessu máli á lífi af því það er algerlega steindautt, bæði er það fyrnt og margir þeirra sem stefnt er í málinu eiga ekki einu sinni aðild að því, þar á meðal ég,“ segir Skarphéðinn. Skarphéðinn segir slitastjórnina hafa verið með þrotabú bankans til skoðunar í fimm ár og varið til þess á annan tug milljarða króna. Hann segir vænan hluta þess hafa runnið til slitastjórnarmanna og vildarvina þeirra. „Ekkert nýtt hefur komið fram í þessu máli. Ekki hefur verið upplýst um hvað slitastjórnin sá fyrst í apríl sem ekki var ljóst fyrir þann tíma. Þetta er eina von þeirra til að teygja þetta á langinn og halda málinu á lífi einhver ár í viðbót. Þannig má halda áfram að rukka kröfuhafana um hæstu lögmannsþóknanir sem þekkjast hér á landi,“ segir Skarphéðinn. Í bréfi sérstaks saksóknara til Hróbjarts lögmanns slitastjórnarinnar, og sjá má hér að neðan, segir að rannsókn sakamál á grundvelli bréfs slitastjórnarinnar til embættisins sé á byrjunarstigi og ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að þessu leyti. Skarphéðinn segir þetta ótækt. „Rannsóknin er á byrjunarstigi og miðað við hraðann á rannsóknum hjá sérstökum saksóknara þá eru kannski þrjú ár í að hann ljúki sinni rannsókn og þar með smyr slitastjórnin eilífðarvélina sína áfram,“ segir Skarphéðinn.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira