Viðskipti innlent

Hópur fjárfesta eignast 30% hlut í Fjarðalaxi

Haraldur Guðmundsson skrifar
Stærsta fiskeldi Fjarðarlax er á Vestfjörðum.
Stærsta fiskeldi Fjarðarlax er á Vestfjörðum.
Hópur fjárfesta hefur keypt um þrjátíu prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu Fjarðalaxi í Tálknafirði í gegnum félagið Fiskisund. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir að samkomulag sé um að fjárfestarnir muni á næstu mánuðum eignast rúman meirihluta í laxeldisfyrirtækinu. Þrír fjárfestar eru þar nefndir, Kári Þór Guðjónsson, sem hefur sinnt ráðgjafarverkefnum síðustu ár, Halla Sigrún Hjartardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums fjárfestingabanka, og Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs.

Kári Þór, sem er stjórnarformaður Fjarðarlax, segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi verið nauðsynlegt að fá nýja fjárfesta að félaginu til að tryggja áframhaldandi fjármögnun fyrirtækisins.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×