Sóley biðst afsökunar: Varaði sig ekki á fölsku brosi Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. nóvember 2013 15:49 SamsettMynd/Flickmylife „Þetta var algjört hugsunarleysi hjá okkur og fáránleg mistök,“ segir Sóley Elíasdóttir, konan að baki Sóley Organics, en Sóley fékk sent bréf frá ánægðum viðskiptavini í síðasta mánuði. Sóley líkaði ekki myndin sem fylgdi upprunalega bréfinu og setti aðra mynd við, sem hún hafði fengið af erlendum myndabanka á netinu. „Mér fannst myndin ekki nógu og flott, þannig að ég sett aðra mynd inn á sem ég tók úr myndabanka Getty. Svo bara vatt þetta upp á sig,“ segir Sóley jafnframt, en Flickmylife gerði sér meðal annars mat úr myndaskiptunum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri ekki í lagi og við erum að reyna að vinda ofan af þessu. Þetta er asnalegt fyrir okkur sem fyrirtæki og bara almennt,“ útskýrir Sóley. „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ bætir hún við. „Bæði gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins, en líka vegna þeirrar sem sendi bréfið. Bréfið var alveg einlægt,“ segir Sóley. Sóley segir fyrirtækið ætla að biðjast afsökunar með því að gefa varasmyrsl. „Við gerðum ömurleg mistök og ætlum að bæta fyrir það með því að gefa KISStu mig varasmyrsl í Heilsuhúsinu í Kringlunni og í Systrasamlaginu á Seltjarnarnesi á morgun,“ segir Sóley, en þeir sem vilja fá KISStu mig gefins geta sent myndir af vörunum á sér í gegnum kassmerkið #Soleyorganics. Sóley segir fyrirtækið ekki vera að ljúga að viðskiptavinum. „Þetta var bara óábyrgt og algjört hugsunarleysi. Mig langaði að koma því til skila að okkur þykir þetta leiðinlegt og þetta voru stór mistök og við sjáum að þetta var rangt af okkur,“ segir Sóley að lokum. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Þetta var algjört hugsunarleysi hjá okkur og fáránleg mistök,“ segir Sóley Elíasdóttir, konan að baki Sóley Organics, en Sóley fékk sent bréf frá ánægðum viðskiptavini í síðasta mánuði. Sóley líkaði ekki myndin sem fylgdi upprunalega bréfinu og setti aðra mynd við, sem hún hafði fengið af erlendum myndabanka á netinu. „Mér fannst myndin ekki nógu og flott, þannig að ég sett aðra mynd inn á sem ég tók úr myndabanka Getty. Svo bara vatt þetta upp á sig,“ segir Sóley jafnframt, en Flickmylife gerði sér meðal annars mat úr myndaskiptunum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri ekki í lagi og við erum að reyna að vinda ofan af þessu. Þetta er asnalegt fyrir okkur sem fyrirtæki og bara almennt,“ útskýrir Sóley. „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ bætir hún við. „Bæði gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins, en líka vegna þeirrar sem sendi bréfið. Bréfið var alveg einlægt,“ segir Sóley. Sóley segir fyrirtækið ætla að biðjast afsökunar með því að gefa varasmyrsl. „Við gerðum ömurleg mistök og ætlum að bæta fyrir það með því að gefa KISStu mig varasmyrsl í Heilsuhúsinu í Kringlunni og í Systrasamlaginu á Seltjarnarnesi á morgun,“ segir Sóley, en þeir sem vilja fá KISStu mig gefins geta sent myndir af vörunum á sér í gegnum kassmerkið #Soleyorganics. Sóley segir fyrirtækið ekki vera að ljúga að viðskiptavinum. „Þetta var bara óábyrgt og algjört hugsunarleysi. Mig langaði að koma því til skila að okkur þykir þetta leiðinlegt og þetta voru stór mistök og við sjáum að þetta var rangt af okkur,“ segir Sóley að lokum.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira