Lífeyrissjóðir fái að kaupa í Landsvirkjun og Landsbankanum Haraldur Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2013 10:16 Viðskiptaráð Íslands leggur til að ríkið selji lífeyrissjóðunum minnihlutaeign í Landsvirkjun. Fréttablaðið/Vilhelm „Sala á ríkiseignum myndi fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna og ég held að það séu forsendur fyrir því að þeir komi meðal annars að Landsvirkjun með einhverjum hætti,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið vakti nýverið athygli á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishaftanna á starfsumhverfi og verkefni íslensku lífeyrissjóðanna. „Gjaldeyrishöftin valda því að fjárfestingarkostir sjóðanna eru takmarkaðir því þeir geta ekki fjárfest í erlendum eignum. Því hafa fjárfestingar þeirra einkennst af stigvaxandi einsleitni sem sést hvað best í auknu umfangi sjóðanna sem eigendur íslenskra fyrirtækja,“ segir Frosti. Hann segir Viðskiptaráð hafa bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Á meðal þeirra eru tillögur um sölu á ríkiseignum og aukna aðkomu sjóðanna að einkaframkvæmdum eins og lagningu Suðurlandsvegar. „Landsvirkjun hefur auðvitað áður verið nefnd í þessu samhengi. En ef ríkið tæki þá ákvörðun að breikka eigendagrunn Landsvirkjunar þá myndi það fjölga fjárfestingarkostum og styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins. Við nefnum einnig Landsbankann en þar erum við ekki að tala um að bankinn verði seldur sjóðunum í heilu lagi heldur skráður í Kauphöll Íslands og þannig geti sjóðirnir jafnt sem aðrir fjárfestar komið að eignarhaldi bankans,“ segir Frosti Ólafsson. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tekur undir orð nafna síns um hversu mikilvægt það sé að lífeyrissjóðirnir fái aukin tækifæri til að dreifa fjárfestingum sínum. „Auðvitað þarf að skoða allar hugmyndir en mér finnst að sjóðirnir eigi líka að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, enda eru greinarnar að skapa ný atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Ég er ekki viss um að það skapi mikinn hagvöxt ef lífeyrissjóðirnir fara að versla með eignir fyrirtækja eins og Landsbankans sem eru í rekstri. Lífeyrissjóðirnir þurfa að setja niður kartöflur, því ef þeir gera það ekki verður engin uppskera eftir tuttugu ár,“ segir Frosti Sigurjónsson. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Sala á ríkiseignum myndi fjölga fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna og ég held að það séu forsendur fyrir því að þeir komi meðal annars að Landsvirkjun með einhverjum hætti,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið vakti nýverið athygli á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishaftanna á starfsumhverfi og verkefni íslensku lífeyrissjóðanna. „Gjaldeyrishöftin valda því að fjárfestingarkostir sjóðanna eru takmarkaðir því þeir geta ekki fjárfest í erlendum eignum. Því hafa fjárfestingar þeirra einkennst af stigvaxandi einsleitni sem sést hvað best í auknu umfangi sjóðanna sem eigendur íslenskra fyrirtækja,“ segir Frosti. Hann segir Viðskiptaráð hafa bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Á meðal þeirra eru tillögur um sölu á ríkiseignum og aukna aðkomu sjóðanna að einkaframkvæmdum eins og lagningu Suðurlandsvegar. „Landsvirkjun hefur auðvitað áður verið nefnd í þessu samhengi. En ef ríkið tæki þá ákvörðun að breikka eigendagrunn Landsvirkjunar þá myndi það fjölga fjárfestingarkostum og styrkja eiginfjárgrunn fyrirtækisins. Við nefnum einnig Landsbankann en þar erum við ekki að tala um að bankinn verði seldur sjóðunum í heilu lagi heldur skráður í Kauphöll Íslands og þannig geti sjóðirnir jafnt sem aðrir fjárfestar komið að eignarhaldi bankans,“ segir Frosti Ólafsson. Frosti Sigurjónsson, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, tekur undir orð nafna síns um hversu mikilvægt það sé að lífeyrissjóðirnir fái aukin tækifæri til að dreifa fjárfestingum sínum. „Auðvitað þarf að skoða allar hugmyndir en mér finnst að sjóðirnir eigi líka að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun, enda eru greinarnar að skapa ný atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Ég er ekki viss um að það skapi mikinn hagvöxt ef lífeyrissjóðirnir fara að versla með eignir fyrirtækja eins og Landsbankans sem eru í rekstri. Lífeyrissjóðirnir þurfa að setja niður kartöflur, því ef þeir gera það ekki verður engin uppskera eftir tuttugu ár,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira