Forstjóranum sparkað með vænum starfslokasamningi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2013 10:01 Magni Arge, fráfarandi forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2 á flugvellinum í Vogum fyrr á þessu ári. Mynd/Baldur Hrafnkell, Stöð 2. Óvænt brotthvarf Magna Arge úr forstjórastól flugfélagsins Atlantic Airways um helgina skekur nú Færeyjar. Danskur fjölmiðill fullyrðir að Landsstjórn Færeyja hafi samþykkt að Magni yrði rekinn og hann fái 150 milljóna króna starfslokasamning. Magni Arge hefur stýrt þjóðarflugfélagi Færeyinga undanfarin átján ár en jafnframt verið einn helsti áhrifamaður færeysks atvinnulífs, meðal annars formaður samtaka olíuiðnaðarins. Hann hafði forystu fyrir kaupum Færeyinga á þremur Airbus A319 þotum en samhliða var ráðist í stækkun flugvallarins í Vogum og byggingu nýrrar flugstöðvar. Á sunnudag fengu Færeyingar þau óvæntu tíðindi að Magni væri hættur, og sagt að stjórn félagsins og hann hefðu komist að samkomulagi um starfslok. Danska ferðatímaritið Travel People sagði hins vegar í netmiðli sínum að Magni hafi verið rekinn á laugardagskvöld, brotthvarf hans hafi verið dramatískt og gert með samþykki Landsstjórnar Færeyja, sem fer með 65 prósenta hlut í flugfélaginu. Brottrekstur forstjórans er meðal annars rakinn til árekstra milli hans og stjórnarformanns. Sagt er að eitt af fyrstu verkefnum nýs forstjóra verði að losa sig við að minnsta kosti eina af nýju þotunum. Fullyrðir danska blaðið að Magni fái sjö milljóna starfslokasamning, jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna, - aðrar fréttir segja að hann fái helmingi minna. Stjórnarformaðurinn hefur nú brugðist við þessum fréttum og sagt að Magni fái tvenn árslaun greidd, en vill vegna trúnaðar ekki greina nánar frá starfslokasamningnum.Magna Arge og Airbus A319-þotu Færeyinga fagnað á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Magni Arge er velþekktur í íslenska flug- og ferðageiranum, og í fyrra fór hann þess á leit að fá að nota nýju þoturnar í áætlunarflugi til Reykjavíkurflugvallar. Í vor skýrði hann frá því í viðtali á Stöð 2 að hann hefði ekkert svar fengið frá íslenskum yfirvöldum og yrði hugsanlega að flytja Færeyjaflugið til Keflavíkur. Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Óvænt brotthvarf Magna Arge úr forstjórastól flugfélagsins Atlantic Airways um helgina skekur nú Færeyjar. Danskur fjölmiðill fullyrðir að Landsstjórn Færeyja hafi samþykkt að Magni yrði rekinn og hann fái 150 milljóna króna starfslokasamning. Magni Arge hefur stýrt þjóðarflugfélagi Færeyinga undanfarin átján ár en jafnframt verið einn helsti áhrifamaður færeysks atvinnulífs, meðal annars formaður samtaka olíuiðnaðarins. Hann hafði forystu fyrir kaupum Færeyinga á þremur Airbus A319 þotum en samhliða var ráðist í stækkun flugvallarins í Vogum og byggingu nýrrar flugstöðvar. Á sunnudag fengu Færeyingar þau óvæntu tíðindi að Magni væri hættur, og sagt að stjórn félagsins og hann hefðu komist að samkomulagi um starfslok. Danska ferðatímaritið Travel People sagði hins vegar í netmiðli sínum að Magni hafi verið rekinn á laugardagskvöld, brotthvarf hans hafi verið dramatískt og gert með samþykki Landsstjórnar Færeyja, sem fer með 65 prósenta hlut í flugfélaginu. Brottrekstur forstjórans er meðal annars rakinn til árekstra milli hans og stjórnarformanns. Sagt er að eitt af fyrstu verkefnum nýs forstjóra verði að losa sig við að minnsta kosti eina af nýju þotunum. Fullyrðir danska blaðið að Magni fái sjö milljóna starfslokasamning, jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna, - aðrar fréttir segja að hann fái helmingi minna. Stjórnarformaðurinn hefur nú brugðist við þessum fréttum og sagt að Magni fái tvenn árslaun greidd, en vill vegna trúnaðar ekki greina nánar frá starfslokasamningnum.Magna Arge og Airbus A319-þotu Færeyinga fagnað á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Magni Arge er velþekktur í íslenska flug- og ferðageiranum, og í fyrra fór hann þess á leit að fá að nota nýju þoturnar í áætlunarflugi til Reykjavíkurflugvallar. Í vor skýrði hann frá því í viðtali á Stöð 2 að hann hefði ekkert svar fengið frá íslenskum yfirvöldum og yrði hugsanlega að flytja Færeyjaflugið til Keflavíkur.
Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30