Viðskipti innlent

Aflaverðmæti íslenskra skipa dregst saman

Samúel Karl Ólason skrifar
Aflaverðmæti þorsks dróst saman á milli ára.
Aflaverðmæti þorsks dróst saman á milli ára. Mynd/Egill Aðalsteinsson
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 101,4 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra var aflaverðmætið 108,4 milljarðar króna. Það hefur því dregist saman um rúmlega 7 milljarða eða 6,5% á milli ára. Frá þessu greinir Hagstofa Íslands.

Aflaverðmæti botnfisks var 57,7 milljarðar sem er 9,5% minna en í fyrra. Samdráttur er í verðmætri flestra tegunda botnfiska nema úthafskarfa, þar sem aukningin var 8,4%. Verðmæti uppsjávarafla var tæpur 33,1 milljarður sem er aukningum um 1,9%.

Verðmæti loðnuaflans jókst um 19,2% og var 15,6 milljarðar króna. Sömuleiðis jókst verðmæti kolmuna um 9,9% og var 2,8 milljarðar.

Verðmæti síldar dróst aftur á móti saman um 37,6% og var tæpur 1,6 milljarður. Einnig varð samdráttur í verðmæti makríls sem var 12,3 milljarðar króna sem samsvarar 3,6% samdrætti á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×