Viðskipti innlent

86 þúsund lítrar af jólabjór seldust á fyrsta degi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
25 tegundir af jólabjór eru seldar í vínbúðunum í ár, þar af sjö nýjar.
25 tegundir af jólabjór eru seldar í vínbúðunum í ár, þar af sjö nýjar. mynd/daníel
Tæplega 86 þúsund lítrar af jólabjór seldust á föstudag, en þá hófst sala jólabjórs í vínbúðum fyrir þessi jól.

Í frétt VB.is er það sögð nokkuð meiri sala en fyrstu söludagana í fyrra, en rétt undir því sem seldist fyrstu fjóra dagana árið 2011. Þó er rétt að geta þess að landsleikurinn á föstudag gæti átt sinn þátt í þessari miklu sölu.

Mest seldist um helgina af Tuborg jólabjór, rúmlega 49 þúsund lítrar, en í öðru sæti var Viking jólabjór með rúmlega 17 þúsund lítra selda. Í þriðja sæti var Jóla Kaldi sem seldist í 12 þúsund lítrum en 25 tegundir af jólabjór eru seldar í vínbúðunum í ár, þar af sjö nýjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×