Tómas Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Alcoa-Fjarðaráls og núverandi forstjóri Alcoa í Evrópu, mun nú einnig verða ábyrgur fyrir rekstri Alcoa í Mið-Austurlöndum.
Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Tómas mun aðstoða Abdulaziz Al Harbi, forstjóra Ma´aden Aluminium í Sádi-Arabíu.
Í Morgunblaðinu er sagt frá því að Tómas hafi bætt rekstur fyrirtækisins í Evrópu og að hann beri ábyrgð á samræmingu aðgerða allra starfsstöðva Alcoa í Evrópu. Þær eru um 50 talsins.
Tómas ber einnig ábyrgð á rekstri álvera Alcoa á Íslandi, Ítalíu, Spáni og í Noregi, sem og súrálsverksmiðju Alcoa á Spáni.
Tómas Már með rekstur Alcoa í Mið-Austurlöndum
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið




112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum
Viðskipti innlent


Auður hækkar vexti
Viðskipti innlent


Draumar Branson úti og starfseminni hætt að fullu
Viðskipti erlent

