Viðskipti innlent

Eignir þrotabús Kaupþings hafa rýrnað um 85 milljarða króna

Samúel Karl Ólason skrifar
Heildareignir þrotabús Kaupþings eru 773 milljarðar króna.
Heildareignir þrotabús Kaupþings eru 773 milljarðar króna. Mynd/valgarð
Fram kom í skýrslu sem kynnt var á fundi slitastjórnar Kaupþings og kröfuhafa í morgun, að í lok september námu eignir þrotabús Kaupþings 773 milljörðum króna. Frá áramótum hafa eignir bankans rýrnað um 85 milljarða króna, en þá voru þær 858 milljarðar.

Frá þessu er sagt á vef Viðskiptablaðsins. Stærsta eigni bankans er lausafé sem nemur 404 milljörðum króna. Lán til viðskiptavina er næst stærsta eignin sem nema tæpum 152 milljörðum. Þar að auki á bankinn tæplega 138 milljarða króna í dótturfélögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×