Reisa veitingastað á súlum við Vestmannaeyjahöfn Haraldur Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2013 06:45 Húsið á að líkjast gömlum veiðikrám sem stóðu áður við Vestmannaeyjahöfn. Mynd/Margrét Kristín Gunnarsdóttir. „Húsið verður reist á landfyllingu og svo verður stór viðarpallur í kringum það og hann mun hvíla á stólpum sem eru nú þegar komnir niður,“ segir Hilmar Kristjánsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Rib-safari. Hann og aðrir eigendur fyrirtækisins, sem selur ferðir með slöngubátum sem er siglt umhverfis Vestmannaeyjar, hafa sótt um byggingarleyfi fyrir veitinga- og þjónustuhúsi sem á að rísa á lóð fyrirtækisins í Vestmannaeyjahöfn. „Okkur langar að mynda smá stemningu niðri á bryggju og við horfum til þess hvernig mál hafa þróast á Húsavík, Siglufirði og í Reykjavík þar sem veitingastaðir og ferðaþjónusta blómstra við höfnina. Okkar hugmynd er sú að húsið verði eins og veiðikrárnar í Eyjum voru í gamla daga en þær voru byggðar á pöllum og voru staðsettar á þessum slóðum,“ segir Hilmar. Hann segir að húsið verði um 170 fermetrar að grunnfleti. „Ef byggingarleyfið verður samþykkt þá verður húsið líklega tilbúið á vormánuðum 2015. Við höfum hingað til ekki verið með neitt almennilegt húsnæði undir okkar starfsemi en við erum með lítinn gám niðri á bryggju þar sem viðskiptavinir okkar geta klætt sig í björgunarvesti og annan klæðnað. Það verður því gott að fá húsnæði þar sem þeir geta sest niður og fengið sér kaffi og aðrar veitingar.“ Spurður hvort fyrirtækið ætli í frekari fjárfestingar segir Hilmar að hann og aðrir eigendur þess ætli að láta framkvæmdina vegna veitinga- og þjónustuhússins duga að sinni. „Við ætlum ekki að kaupa fleiri báta í bili. Við byrjuðum með einn bát fyrir fjórum árum og erum búnir að vera með tvo báta í um þrjú ár. En það var minna um ferðir í sumar en árið áður því veðrið var eins og allir vita frekar slæmt. Svo vorum við stoppaðir í vor þegar Samgöngustofa stöðvaði allar okkar ferðir þar sem farþegar voru ekki í svokölluðum neyðarbjörgunarbúningum,“ segir Hilmar og undirstrikar að allir viðskiptavinir fyrirtækisins klæðist flotgöllum og björgunarvestum. „En það var bakkað með það og það mál er nú komið í góðan farveg,“ segir Hilmar. „Annað atriði sem gerði reksturinn erfiðari var að við höfum einungis heimild frá Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega en bátarnir geta borið tuttugu. Af þeim sökum þurfum við að fara fleiri ferðir til að anna eftirspurn. Það mál er allt í ferli og við viljum ekki afskrifa það að við fáum að fara með fleiri farþega í hverri ferð.“ Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
„Húsið verður reist á landfyllingu og svo verður stór viðarpallur í kringum það og hann mun hvíla á stólpum sem eru nú þegar komnir niður,“ segir Hilmar Kristjánsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Rib-safari. Hann og aðrir eigendur fyrirtækisins, sem selur ferðir með slöngubátum sem er siglt umhverfis Vestmannaeyjar, hafa sótt um byggingarleyfi fyrir veitinga- og þjónustuhúsi sem á að rísa á lóð fyrirtækisins í Vestmannaeyjahöfn. „Okkur langar að mynda smá stemningu niðri á bryggju og við horfum til þess hvernig mál hafa þróast á Húsavík, Siglufirði og í Reykjavík þar sem veitingastaðir og ferðaþjónusta blómstra við höfnina. Okkar hugmynd er sú að húsið verði eins og veiðikrárnar í Eyjum voru í gamla daga en þær voru byggðar á pöllum og voru staðsettar á þessum slóðum,“ segir Hilmar. Hann segir að húsið verði um 170 fermetrar að grunnfleti. „Ef byggingarleyfið verður samþykkt þá verður húsið líklega tilbúið á vormánuðum 2015. Við höfum hingað til ekki verið með neitt almennilegt húsnæði undir okkar starfsemi en við erum með lítinn gám niðri á bryggju þar sem viðskiptavinir okkar geta klætt sig í björgunarvesti og annan klæðnað. Það verður því gott að fá húsnæði þar sem þeir geta sest niður og fengið sér kaffi og aðrar veitingar.“ Spurður hvort fyrirtækið ætli í frekari fjárfestingar segir Hilmar að hann og aðrir eigendur þess ætli að láta framkvæmdina vegna veitinga- og þjónustuhússins duga að sinni. „Við ætlum ekki að kaupa fleiri báta í bili. Við byrjuðum með einn bát fyrir fjórum árum og erum búnir að vera með tvo báta í um þrjú ár. En það var minna um ferðir í sumar en árið áður því veðrið var eins og allir vita frekar slæmt. Svo vorum við stoppaðir í vor þegar Samgöngustofa stöðvaði allar okkar ferðir þar sem farþegar voru ekki í svokölluðum neyðarbjörgunarbúningum,“ segir Hilmar og undirstrikar að allir viðskiptavinir fyrirtækisins klæðist flotgöllum og björgunarvestum. „En það var bakkað með það og það mál er nú komið í góðan farveg,“ segir Hilmar. „Annað atriði sem gerði reksturinn erfiðari var að við höfum einungis heimild frá Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega en bátarnir geta borið tuttugu. Af þeim sökum þurfum við að fara fleiri ferðir til að anna eftirspurn. Það mál er allt í ferli og við viljum ekki afskrifa það að við fáum að fara með fleiri farþega í hverri ferð.“
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent