Fréttaveitan sigraði í frumkvöðlakeppni Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. október 2013 06:30 Nuus-hópurinn sigraði hugmyndakeppnina Startup Weekend á Íslandi. Fréttablaðið/Daníel Viðskipti Fréttaveitu-appið Nuus fyrir iPad og snjallsíma sem safnar fréttum og upplýsingum á einn stað stóð uppi sem sigurhugmyndin í hugmyndakeppninni Startup Weekend í ár. „Nuus hjálpar neytandanum að nálgast fréttaefni sem hann hefur áhuga á, með aðgengilegum og þægilegum hætti. Þetta er eins og Spotify nema bara fyrir fréttir,“ útskýrir Ragnar Örn Kormáksson, skipuleggjandi Startup Weekend á Íslandi, sem fram fór um helgina. Hugmyndirnar í ár voru af ýmsum toga. „Einn aðili hannaði bollastand fyrir reiðhjól. Þetta er allt frá öppum yfir í bollastanda.“ Þátttakendurnir, sem voru á öllum aldri, fengu þjálfun og aðstoð við uppbyggingu viðskiptahugmynda en markmið Startup Weekend er að stuðla að stofnun nýrra sprotafyrirtækja á Íslandi. Startup Weekend er alþjóðlegur viðburður sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík en þetta er í þriðja sinn sem Klak Innovit og Landsbankinn standa fyrir slíkri helgi í Reykjavík. „Þetta er viðburður sem við sækjum frá Bandaríkjunum en áður höfðum við verið með svipaða viðburði, svokallaðar atvinnu- og nýsköpunarhelgar víðs vegar um landið í samvinnu við Landsbankann. Startup Weekend er hins vegar stærri í sniðum,“ segir Ragnar Örn. Dómarar keppninnar í ár voru þau Magrét Ormslev Ásgeirsdóttir frá Landsbankanum, Stefán Jökull Stefánsson frá DCG og Hrefna Briem frá Háskólanum í Reykjavík. „Þau athuguðu ýmislegt þegar þau völdu sigurhugmyndina, eins og hvort viðskiptamódelið gengi upp, hvernig tekjuöflunin gæti gengið, útfærsluna og hversu miklu hópurinn afkastaði yfir helgina,“ segir Ragnar Örn um fyrirkomulagið. Unnið var í þrettán teymum og voru þrír til átta manns í hverju teymi, en alls tóku um 70 manns þátt í keppninni. „Fólk fór vart út úr húsi alla helgina, það var mikill dugnaður og metnaður í fólkinu. Mikilvægt er þó að fyrirtækin eða teymin haldi áfram að vinna með hugmyndir sínar og sæki um að fara frumkvöðlakeppnina Gulleggið, sem fram fer árlega á vorin,“ segir Ragnar Örn. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Viðskipti Fréttaveitu-appið Nuus fyrir iPad og snjallsíma sem safnar fréttum og upplýsingum á einn stað stóð uppi sem sigurhugmyndin í hugmyndakeppninni Startup Weekend í ár. „Nuus hjálpar neytandanum að nálgast fréttaefni sem hann hefur áhuga á, með aðgengilegum og þægilegum hætti. Þetta er eins og Spotify nema bara fyrir fréttir,“ útskýrir Ragnar Örn Kormáksson, skipuleggjandi Startup Weekend á Íslandi, sem fram fór um helgina. Hugmyndirnar í ár voru af ýmsum toga. „Einn aðili hannaði bollastand fyrir reiðhjól. Þetta er allt frá öppum yfir í bollastanda.“ Þátttakendurnir, sem voru á öllum aldri, fengu þjálfun og aðstoð við uppbyggingu viðskiptahugmynda en markmið Startup Weekend er að stuðla að stofnun nýrra sprotafyrirtækja á Íslandi. Startup Weekend er alþjóðlegur viðburður sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík en þetta er í þriðja sinn sem Klak Innovit og Landsbankinn standa fyrir slíkri helgi í Reykjavík. „Þetta er viðburður sem við sækjum frá Bandaríkjunum en áður höfðum við verið með svipaða viðburði, svokallaðar atvinnu- og nýsköpunarhelgar víðs vegar um landið í samvinnu við Landsbankann. Startup Weekend er hins vegar stærri í sniðum,“ segir Ragnar Örn. Dómarar keppninnar í ár voru þau Magrét Ormslev Ásgeirsdóttir frá Landsbankanum, Stefán Jökull Stefánsson frá DCG og Hrefna Briem frá Háskólanum í Reykjavík. „Þau athuguðu ýmislegt þegar þau völdu sigurhugmyndina, eins og hvort viðskiptamódelið gengi upp, hvernig tekjuöflunin gæti gengið, útfærsluna og hversu miklu hópurinn afkastaði yfir helgina,“ segir Ragnar Örn um fyrirkomulagið. Unnið var í þrettán teymum og voru þrír til átta manns í hverju teymi, en alls tóku um 70 manns þátt í keppninni. „Fólk fór vart út úr húsi alla helgina, það var mikill dugnaður og metnaður í fólkinu. Mikilvægt er þó að fyrirtækin eða teymin haldi áfram að vinna með hugmyndir sínar og sæki um að fara frumkvöðlakeppnina Gulleggið, sem fram fer árlega á vorin,“ segir Ragnar Örn.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira