Viðskipti innlent

Stjórnendur svartsýnni á þróun verðbólgu

UE skrifar
Þeir sem eru með verðtryggð lán hafa tilefni til svartsýni vegna verðbólguvæntinga.
Þeir sem eru með verðtryggð lán hafa tilefni til svartsýni vegna verðbólguvæntinga.
Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins vænta þess að verðbólga á Íslandi verði um 3,7 prósent eftir eitt ár en verði komin upp í 4,6 prósent eftir tvö ár. Núna er verðbólgan 3,9 prósent. Þetta kemur fram á vef Greiningardeildar Íslandsbanka.

Þetta er töluvert svartsýnni spá en sú sem gerð var í maí á þessu ári þar sem kom fram að stjórnendur bjuggust við að tólf mánuðum síðar væri verðbólgan komin niður í 3,2 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann í september.

Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Í maí jók Seðlabankinn virkni sína á gjaldeyrismarkaði í von um að auka stöðugleika gjaldmiðilsins og lækka verðbólguvæntingar. Markmiðið var að bankinn myndi ná verðbólgumarkmiði sínu.

Minni sveiflur hafa verið á gengi krónunnar en eins og áður segir hafa verðbólguvæntingar versnað. Ástæður fyrir tregðu í verðbólguvæntingu telur nefndin að sé óvissa um áhrif kjarasamninga, greiðslubyrði erlendra lána, uppgjörum þrotabúa gömlu bankanna og yfirvofandi losun fjármagnshafta á gengisþróun. Í könnun Capacent kemur einnig fram að tæpur helmingur stjórnenda væntir þess að gengi krónunnar lækki á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×