Viðskipti erlent

Hagnaður Netflix jókst um rúmlega 24 milljónir dala á milli ára

Samúel Karl Ólason skrifar
Netflix er með yfir 40 milljónir áskrifenda.
Netflix er með yfir 40 milljónir áskrifenda. Mynd/Netflix
Á þriðja fjórðungi ársins skilaði Bandaríska streymisveitan Netflix rúmlega 32 milljóna dala hagnaði sem samsvarar 3,8 milljörðum króna. Fyrirtækið opinberaði afkomutölur sínar í gær og á milli ára jókst hagnaður Netflix um rúmar 24 milljónir dala.

Gengi hlutabréfa Netflix rauk upp í gær samkvæmt vef Viðskiptablaðins og fór hæst í 396,98 dali. Gengið hefur nærri fjórfaldast frá síðustu áramótum.

Netflix er með yfir 40 milljón áskrifendur í 41 landi og á veitunni er hægt að sjá yfir einn milljarð mínútna af sjónvarpsefni. Nýlega hefur fyrirtækið hafið að framleiða eigið sjónvarpsefni eins og þættina House of Cards og Orange Is the New Black sem notið hafa gífurlega vinsælda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×