Fleiri fréttir

Verður Moshi Monsters stærri en Pokemon?

Moshi Monsters skrímslin, taka stórt stökk, frá því að vera tölvuleikjafígúrur yfir í að verða kvikmyndastjörnur, en ný mynd um Moshi Monsters verður frumsýnd í desember.

Fljótandi Avatar-heimur í Disneylandi

Til stendur að byggja Avatar-heim í Disneylandi í Bandaríkjunum. Heimurinn verður með fljótandi og breytilegum fjöllum og gerviplöntum sem sýnast gefa frá sér náttúrulega birtu.

Yggdrasill í opið söluferli

Framtakssjóðurinn Auður 1, sem er í eigu Auðar Capital ehf., hefur ákveðið að setja allt hlutafél Yggdrasils ehf. í opið söluferli.

Þurfti að selja vegna skatta

Friðrik Skúlason seldi hugbúnaðarfyrirtækið Frisk Software úr landi í fyrra. Aðalástæðan fyrir sölunni var að hans sögn auðlegðarskattur stjórnvalda.

Sérstakur ákærir Lýð og Sigurð í VÍS-málinu

Alls eru á þriðja hundrað milljóna viðskipti VÍS talin saknæm í ákæru sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Sigurði Valtýssyni. Þrír sem höfðu réttarstöðu sakbornings á fyrri stigum eru ekki ákærðir.

Óvissa dregur úr bílakaupum

Bílgreinasambandið segir breytinga þörf eigi áætlanir ríkisins um aukna bílasölu á næsta ári að ganga eftir. Í fjárlögum er gert ráð fyrir fimm milljarða króna tekjum ríkisins vegna vörugjalda af bílum. Stöðugleika vantar og hvata til kaupa.

Fólk fylgist illa með síma- og netnotkun

Áhyggjuefni er hversu litla yfirsýn neytendur virðast hafa yfir eigin síma- og netnotkun. Þetta kemur fram í umfjöllun Neytendasamtakanna, en þeim berst töluvert af fyrirspurnum og kvörtunum frá neytendum sem telja að fjarskiptafyrirtæki ekki tilkynna með réttum hætti um gjaldskrárbreytingar.

Gjaldþroti Bandaríkjanna frestað þangað til í febrúar

Leiðtogar repúblikana og demókrata í öldungadeild Bandaríkjanna kynntu í gær samkomulag um að framlengja greiðsluheimild ríkissjóðs. Þar með getur ríkið greitt afborganir af skuldum sínum nokkra mánuði í viðbót.

Kaffitár í samstarf við Söguhring kvenna

Kaffitár fékk til liðs við sig íslenskar og erlendar konur sem eru meðlimir í Söguhring kvenna, til þess að hanna nýjar umbúðir á kaffipakkningar fyrir fyrirtækið.

Boða raunverulega samkeppni

Farsímafyrirtækið Alterna býður nú, fyrst allra íslenskra farsímafélaga, upp á ótakmarkaðar mínútur og SMS óháð kerfi.

Bandbreidd hjá Símanum margfaldast

Síminn hefur samið við Farice um að tryggja netsamband Símans við umheiminn til ársloka 2019. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir Símann fá margfalda bandbreidd úr landi á við það sem nú er.

Von um bætt lífskjör með auknum hagvexti

Hagvöxtur mun aukast um 0,3 prósentustig og verður 1,7 prósent á þessu ári samkvæmt spá greiningar Íslandsbanka. Þá telur aðalhagfræðingur bankans að framkvæmdir á Helguvík komist á skrið á árinu 2015 og hagvöxtur verði 2,7 prósent þá.

Lánshæfismat Orkuveitunnar jákvætt

Það er jákvæð teikn á lofti í kringum Orkuveitu Reykjavíkur. Matsfyrirtækið Reitun hefur breytt horfum í lánshæfismati Orkuveitunnar úr stöðugum í jákvæðar.

Bændur lifa á bankalánum

Fjórðungur bænda í Danmörku, eða 2.900 bændur, verður að taka lán til þess að geta greitt reikningana.

Útflutningur á bjór hefur tvöfaldast

Sex innlendir bjórframleiðendur flytja út yfir 25 tegundir af íslenskum bjór til átta landa í þremur heimsálfum. Verðmæti útflutningsins meira en tvöfaldaðist á fyrstu átta mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra.

Atvinnuástandið enn verst á Suðurnesjum

Í september dró lítillega úr atvinnuleysi, en gert er ráð fyrir að það aukist á ný í þessum mánuði. Mest er atvinnuleysi á Suðurnesjum og minnst á Norðurlandi vestra.

Fylgjum keðjunni frá A til Ö

Sports Direct á Íslandi er við það að tvöfalda hjá sér verslunarrýmið með flutningi frá Smáratorgi yfir í Lindir. Verslunin er þekkt fyrir lágt verð og mikið úrval. Mikið hægt að læra af samstarfi við alþjóðlega verslunarkeðju.

Atvinnuþátttaka hvergi meiri en hér á landi

Þátttaka á vinnumarkaði jókst um 0,1 prósentustig í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs. Mest var aukningin á Íslandi og í Ungverjalandi.

Hlaupbangsapabbinn er látinn

Faðir hlaupbangsanna, Hans Riegel, yfirmaður þýska nammifyrirtækisins Haribo er látinn, 90 ára að aldri.

Flotinn í startholum fyrir síldveiðar í Breiðafirði

Smábátar hafa hafið veiðar á síld í reknet við norðanvert Snæfellsnes. Hrannar Pétursson hafnarvörður í Stykkishólmi segir veiðna vera fína hjá litlu bátunum. Tvö stór skip hafa einnig hafið veiðar og er talið að eftir viku verði flotinn mættur á svæðið.

Atvinnuleysi var 3,8 prósent í september

Skráð atvinnuleysi dróst saman um 0,2 prósentustig milli ágúst og september samkvæmt nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið var 4,0 prósent í ágúst, en mældist 3,8 prósent í september.

Móta stefnu til vinnuverndar til ársins 2020

Ráðstefna um stefnumótun í vinnuvernd til ársins 2020 verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík þann 24. október næstkomandi. Markmið ráðstefnunnar er að kalla eftir áhersluatriðum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á íslenskum vinnumarkaði.

Þrefalda framleiðslu á íslensku eldsneyti

Carbon Reycycling International mun framleiða 5,1 milljón lítra af metanóli þegar stækkun verksmiðju við Svartsengi lýkur á næsta ári. Fjallað er um CRI í stórblaðinu Wall Street Journal í samhengi við skuldbindingar BNA í loftslagsmálum.

Kortavelta eykst um sjö prósent

Notkun íslenskra debetkorta í útlöndum dróst mjög saman í september á meðan kreditkortanotkun jókst. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands.

Klýfur hálendið og eyðileggur

"Þessi lína kemur til með að kljúfa hálendið í tvennt og eyðileggja stórmerkilega staði,“ segir Sveinbjörn Halldórsson, formaður bæði Ferðaklúbbsins 4X4 og Samúts, Samtaka útivistarfélaga, um fyrirætlanir um nýja háspennulínu yfir Sprengisand.

Sjá næstu 50 fréttir