Viðskipti innlent

12 félög skráð í Kauphöll Íslands á næstu árum samkvæmt Greiningardeild Íslandsbanka

Samúel Karl Ólason skrifar
Á næstu árum reiknar Greiningardeild Íslandsbanka að tólf fyrirtæki muni vera skráð í Kauphöll Íslands.
Á næstu árum reiknar Greiningardeild Íslandsbanka að tólf fyrirtæki muni vera skráð í Kauphöll Íslands. Mynd/Valgarður
Greiningardeild Íslandsbanka telur að á næstu tveimur árum verði tólf félög skráð í Kauphöll Íslands. Þar af verði N1 skráð á markað fyrir komandi áramót.

Árið 2014 reiknar Greiningardeildin með að Sjóvá, Reitir og Skipti verði skráð á markað. Áætlað samanlagt markaðsvirði þeirra verður í kjölfar skráningar í kringum 76 milljarða króna og markaðurinn þá 491 milljarður króna.

Árið 2015 er þó reiknað með að MP banki, Eik fasteignafélag, Landfestar, Kaupás, Promens, Skeljungur, HB Grandi og Advania. „Við áætlum að samanlagt markaðsvirði þessara eigna í kjölfar skráninga verði 150 milljarðar króna og markaðurinn verði þá 640 milljarðar að stærð án markaðshækkana.“

Í flokkinn „síðar“ setur Greiningadeildin Arion banka, Íslandsbanka, Landsbanka, Bakkavör og Icelandic Group. Áður en stóru viðskiptabankarnir fari á markað þurfi þó að greiða úr óvissu í kringum verðtryggð lán og gjaldeyrishöft.

„Mat á því hvaða félög verði skráð á markað byggir að verulegu leiti á skoðun á núverandi eigendum þessara félaga en þau eiga það flest sameiginlegt að vera í eigu fyrrum kröfuhafa eða framtakssjóða," segir í Morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×