Viðskipti innlent

Halldór Ármannsson kjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda

Haraldur Guðmundsson skrifar
Halldór Ármansson, nýkjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda.
Halldór Ármansson, nýkjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda. Mynd/Landssamband smábátaeigenda.
Halldór Ármannsson var nú síðdegis kjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi félagsins á Grand Hótel Reykjavík.

Halldór er formaður Reykjaness - félags smábátaeigenda á Suðurnesjum og fyrrverandi varaformaður Landssambandsins. Halldór er skipstjóri á krókaaflamarksbátunum Guðrúnu Petrínu GK-107 og Stellu GK-23.

Þorvaldur Garðarsson, formaður Árborgar - félags smábátaeigenda á Suðurlandi, gaf einnig kost á sér til formennsku. 

Arthur Bogason, fyrrverandi formaður félagsins, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku en hann hefur verið formaður sambandsins frá stofnun þess, 5. desember 1985.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×