iPad 5 og iPad mini 2 kynntir á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2013 11:56 Mikil eftirvænting er eftir iPad 5 og iPad mini 2. Mynd/Anton Brink Fimmta kynslóðin af iPad spjaldtölvum verður kynnt á morgun sem og önnur kynslóð iPad mini. Kynningarathöfnin mun fara fram í San Francisco í Bandaríkjunum en mikil eftirvænting er eftir kynningunni eins og svo oft áður þegar Apple kynnir nýjar vörur. Apple hefur alltaf gefið lítið út fyrirfram varðandi getu nýrra tækja en mikið af sögusögnum og orðrómum eru upp um hvað nýju spjaldtölvurnar muni bjóða upp á. Hér á eftir verða nokkrir möguleikar og nokkrar sögusagnir taldar upp. Meðal þeirra eru að nýju tölvurnar muni keyra á iOS 7 stýrikerfinu, að iPad 5 verði léttari og þynnri en forverar sínir og líklegt þykir að hún verði einnig búin hraðvirkari örgjöva en iPad 4. Einnig þykir líklegt að spjaldtölvurnar muni búa yfir betri betri myndavél og hún verði 8 megapixla en myndavélarnar voru 5 megapixla áður. Myndavélahugbúnaðurinn mun einnig verða betri og munu myndir verða skýrari og minna kornóttar. Þar að auki verður mögulega hægt að spila myndbönd í „slow motion“. Nýr notkunarmöguleiki gæti einnig verið Touch ID, sem er fingrafaraskanni sem var á iPhone 5s og virðast notendur vonast eftir því. Notendur biðja einnig um lengri líftíma tækja fleiri liti og lægra verð, en ólíklegt þykir að það muni ganga eftir. Apple hefur fram til þessa selt yfir 150 milljónir iPada, en þrátt fyrir það hefur sala lækkað undanfarið. Á fyrsta ársfjórðungi voru seldar 22,9 milljónir spjaldtölva þegar tvær nýjar tegundir voru kynntar niður í 14,6 milljónir á síðasta fjórðungi og virðast áhugasamir halda aftur af sér þar til nýja tækið kemur á markað. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fimmta kynslóðin af iPad spjaldtölvum verður kynnt á morgun sem og önnur kynslóð iPad mini. Kynningarathöfnin mun fara fram í San Francisco í Bandaríkjunum en mikil eftirvænting er eftir kynningunni eins og svo oft áður þegar Apple kynnir nýjar vörur. Apple hefur alltaf gefið lítið út fyrirfram varðandi getu nýrra tækja en mikið af sögusögnum og orðrómum eru upp um hvað nýju spjaldtölvurnar muni bjóða upp á. Hér á eftir verða nokkrir möguleikar og nokkrar sögusagnir taldar upp. Meðal þeirra eru að nýju tölvurnar muni keyra á iOS 7 stýrikerfinu, að iPad 5 verði léttari og þynnri en forverar sínir og líklegt þykir að hún verði einnig búin hraðvirkari örgjöva en iPad 4. Einnig þykir líklegt að spjaldtölvurnar muni búa yfir betri betri myndavél og hún verði 8 megapixla en myndavélarnar voru 5 megapixla áður. Myndavélahugbúnaðurinn mun einnig verða betri og munu myndir verða skýrari og minna kornóttar. Þar að auki verður mögulega hægt að spila myndbönd í „slow motion“. Nýr notkunarmöguleiki gæti einnig verið Touch ID, sem er fingrafaraskanni sem var á iPhone 5s og virðast notendur vonast eftir því. Notendur biðja einnig um lengri líftíma tækja fleiri liti og lægra verð, en ólíklegt þykir að það muni ganga eftir. Apple hefur fram til þessa selt yfir 150 milljónir iPada, en þrátt fyrir það hefur sala lækkað undanfarið. Á fyrsta ársfjórðungi voru seldar 22,9 milljónir spjaldtölva þegar tvær nýjar tegundir voru kynntar niður í 14,6 milljónir á síðasta fjórðungi og virðast áhugasamir halda aftur af sér þar til nýja tækið kemur á markað.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira