Ætla að einfalda viðskiptaumhverfi til að stemma stigu við flótta Haraldur Guðmundsson skrifar 19. október 2013 07:00 Fulltrúar margra tækni- og hugverkafyrirtækja voru samankomnir á Startup Reykjavík í ágúst. Fréttablaðið/GVA „Mér finnst þetta mjög sláandi dæmi og það sýnir vel hversu vondur skattur auðlegðarskatturinn er,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurð út í viðbrögð hennar við sögu Friðriks Skúlasonar, fyrrverandi eiganda hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik sagði í viðtali við Fréttablaðið á miðvikudag að auðlegðarskattur stjórnvalda væri aðalástæðan fyrir því að hann ákvað að selja fyrirtæki sitt úr landi. Þar gerði Friðrik grein fyrir því hvernig hann og eiginkona hans þurftu að selja fyrirtækið vegna þess að þau vildu ekki nota arð úr fyrirtækinu til að greiða skattinn, heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. „Mér finnst sárt að sjá á eftir svona fyrirtækjum til útlanda og því er það mikilvægt að auðlegðarskatturinn verður ekki framlengdur á næsta ári,“ segir Ragnheiður. Salan á Frisk Software er einungis eitt af mörgum dæmum um tækni- og hugverkafyrirtæki sem hafa annaðhvort flutt höfuðstöðvar sínar til útlanda á undanförnum árum eða verið seld. Gjaldeyrishöftin eru oft sögð vera ein aðalástæðan fyrir þeirri þróun því innan þeirra eiga þesssi fyrirtæki erfiðara með að nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa. „Gjaldeyrishöftin eru stóra einstaka vandamálið. Fjármálaráðherra vinnur nú að því að finna leiðir til að komast undan þeim en á meðan þurfum við að aðstoða fyrirtækin við að starfa innan haftanna. Það er aftur á móti snúið viðfangsefni því við viljum ekki gera kerfið þannig að það verði svo gott að starfa innan haftanna að hvatinn til að losna við þau hverfi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort ríkisstjórnin sé að vinna að öðrum leiðum til að bæta rekstrarumhverfi tækni- og hugverkafyrirtækja segir Ragnheiður að unnið sé að úrbótum á almennu viðskiptaumhverfi fyrirtækja og þá einkum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Fyrirtækin gagnrýna að regluverkið hér sé of flókið og tímafrekt. Við í mínu ráðuneyti erum markvisst að fara yfir allt regluverk sem undir okkur heyrir, með það að markmiði að einfalda það og draga úr kostnaði og tíma.“ Ragnheiður nefnir einnig breytingar á skattkerfinu sem leið í átt að bættu rekstrarumhverfi. „Ég trúi því staðfast að einfalt skattkerfi og hóflegir skattar séu betur til þess fallnir að skila tekjum inn í ríkissjóð og tryggja efnahagslegar framfarir. Báðir stjórnarflokkarnir deila þeirri skoðun. Þó þetta séu lítil skref eru þau mikilvæg í því að snúa skipinu við.“ Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Himinlifandi og hefur ekki áhyggjur af litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinlifandi og hefur ekki áhyggjur af litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sjá meira
„Mér finnst þetta mjög sláandi dæmi og það sýnir vel hversu vondur skattur auðlegðarskatturinn er,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurð út í viðbrögð hennar við sögu Friðriks Skúlasonar, fyrrverandi eiganda hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik sagði í viðtali við Fréttablaðið á miðvikudag að auðlegðarskattur stjórnvalda væri aðalástæðan fyrir því að hann ákvað að selja fyrirtæki sitt úr landi. Þar gerði Friðrik grein fyrir því hvernig hann og eiginkona hans þurftu að selja fyrirtækið vegna þess að þau vildu ekki nota arð úr fyrirtækinu til að greiða skattinn, heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. „Mér finnst sárt að sjá á eftir svona fyrirtækjum til útlanda og því er það mikilvægt að auðlegðarskatturinn verður ekki framlengdur á næsta ári,“ segir Ragnheiður. Salan á Frisk Software er einungis eitt af mörgum dæmum um tækni- og hugverkafyrirtæki sem hafa annaðhvort flutt höfuðstöðvar sínar til útlanda á undanförnum árum eða verið seld. Gjaldeyrishöftin eru oft sögð vera ein aðalástæðan fyrir þeirri þróun því innan þeirra eiga þesssi fyrirtæki erfiðara með að nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa. „Gjaldeyrishöftin eru stóra einstaka vandamálið. Fjármálaráðherra vinnur nú að því að finna leiðir til að komast undan þeim en á meðan þurfum við að aðstoða fyrirtækin við að starfa innan haftanna. Það er aftur á móti snúið viðfangsefni því við viljum ekki gera kerfið þannig að það verði svo gott að starfa innan haftanna að hvatinn til að losna við þau hverfi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort ríkisstjórnin sé að vinna að öðrum leiðum til að bæta rekstrarumhverfi tækni- og hugverkafyrirtækja segir Ragnheiður að unnið sé að úrbótum á almennu viðskiptaumhverfi fyrirtækja og þá einkum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Fyrirtækin gagnrýna að regluverkið hér sé of flókið og tímafrekt. Við í mínu ráðuneyti erum markvisst að fara yfir allt regluverk sem undir okkur heyrir, með það að markmiði að einfalda það og draga úr kostnaði og tíma.“ Ragnheiður nefnir einnig breytingar á skattkerfinu sem leið í átt að bættu rekstrarumhverfi. „Ég trúi því staðfast að einfalt skattkerfi og hóflegir skattar séu betur til þess fallnir að skila tekjum inn í ríkissjóð og tryggja efnahagslegar framfarir. Báðir stjórnarflokkarnir deila þeirri skoðun. Þó þetta séu lítil skref eru þau mikilvæg í því að snúa skipinu við.“
Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Himinlifandi og hefur ekki áhyggjur af litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinlifandi og hefur ekki áhyggjur af litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent