Ætla að einfalda viðskiptaumhverfi til að stemma stigu við flótta Haraldur Guðmundsson skrifar 19. október 2013 07:00 Fulltrúar margra tækni- og hugverkafyrirtækja voru samankomnir á Startup Reykjavík í ágúst. Fréttablaðið/GVA „Mér finnst þetta mjög sláandi dæmi og það sýnir vel hversu vondur skattur auðlegðarskatturinn er,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurð út í viðbrögð hennar við sögu Friðriks Skúlasonar, fyrrverandi eiganda hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik sagði í viðtali við Fréttablaðið á miðvikudag að auðlegðarskattur stjórnvalda væri aðalástæðan fyrir því að hann ákvað að selja fyrirtæki sitt úr landi. Þar gerði Friðrik grein fyrir því hvernig hann og eiginkona hans þurftu að selja fyrirtækið vegna þess að þau vildu ekki nota arð úr fyrirtækinu til að greiða skattinn, heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. „Mér finnst sárt að sjá á eftir svona fyrirtækjum til útlanda og því er það mikilvægt að auðlegðarskatturinn verður ekki framlengdur á næsta ári,“ segir Ragnheiður. Salan á Frisk Software er einungis eitt af mörgum dæmum um tækni- og hugverkafyrirtæki sem hafa annaðhvort flutt höfuðstöðvar sínar til útlanda á undanförnum árum eða verið seld. Gjaldeyrishöftin eru oft sögð vera ein aðalástæðan fyrir þeirri þróun því innan þeirra eiga þesssi fyrirtæki erfiðara með að nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa. „Gjaldeyrishöftin eru stóra einstaka vandamálið. Fjármálaráðherra vinnur nú að því að finna leiðir til að komast undan þeim en á meðan þurfum við að aðstoða fyrirtækin við að starfa innan haftanna. Það er aftur á móti snúið viðfangsefni því við viljum ekki gera kerfið þannig að það verði svo gott að starfa innan haftanna að hvatinn til að losna við þau hverfi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort ríkisstjórnin sé að vinna að öðrum leiðum til að bæta rekstrarumhverfi tækni- og hugverkafyrirtækja segir Ragnheiður að unnið sé að úrbótum á almennu viðskiptaumhverfi fyrirtækja og þá einkum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Fyrirtækin gagnrýna að regluverkið hér sé of flókið og tímafrekt. Við í mínu ráðuneyti erum markvisst að fara yfir allt regluverk sem undir okkur heyrir, með það að markmiði að einfalda það og draga úr kostnaði og tíma.“ Ragnheiður nefnir einnig breytingar á skattkerfinu sem leið í átt að bættu rekstrarumhverfi. „Ég trúi því staðfast að einfalt skattkerfi og hóflegir skattar séu betur til þess fallnir að skila tekjum inn í ríkissjóð og tryggja efnahagslegar framfarir. Báðir stjórnarflokkarnir deila þeirri skoðun. Þó þetta séu lítil skref eru þau mikilvæg í því að snúa skipinu við.“ Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Mér finnst þetta mjög sláandi dæmi og það sýnir vel hversu vondur skattur auðlegðarskatturinn er,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurð út í viðbrögð hennar við sögu Friðriks Skúlasonar, fyrrverandi eiganda hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Friðrik sagði í viðtali við Fréttablaðið á miðvikudag að auðlegðarskattur stjórnvalda væri aðalástæðan fyrir því að hann ákvað að selja fyrirtæki sitt úr landi. Þar gerði Friðrik grein fyrir því hvernig hann og eiginkona hans þurftu að selja fyrirtækið vegna þess að þau vildu ekki nota arð úr fyrirtækinu til að greiða skattinn, heldur nota hann til að byggja fyrirtækið upp. „Mér finnst sárt að sjá á eftir svona fyrirtækjum til útlanda og því er það mikilvægt að auðlegðarskatturinn verður ekki framlengdur á næsta ári,“ segir Ragnheiður. Salan á Frisk Software er einungis eitt af mörgum dæmum um tækni- og hugverkafyrirtæki sem hafa annaðhvort flutt höfuðstöðvar sínar til útlanda á undanförnum árum eða verið seld. Gjaldeyrishöftin eru oft sögð vera ein aðalástæðan fyrir þeirri þróun því innan þeirra eiga þesssi fyrirtæki erfiðara með að nálgast nauðsynlegt fjármagn til að vaxa. „Gjaldeyrishöftin eru stóra einstaka vandamálið. Fjármálaráðherra vinnur nú að því að finna leiðir til að komast undan þeim en á meðan þurfum við að aðstoða fyrirtækin við að starfa innan haftanna. Það er aftur á móti snúið viðfangsefni því við viljum ekki gera kerfið þannig að það verði svo gott að starfa innan haftanna að hvatinn til að losna við þau hverfi,“ segir Ragnheiður. Spurð hvort ríkisstjórnin sé að vinna að öðrum leiðum til að bæta rekstrarumhverfi tækni- og hugverkafyrirtækja segir Ragnheiður að unnið sé að úrbótum á almennu viðskiptaumhverfi fyrirtækja og þá einkum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Fyrirtækin gagnrýna að regluverkið hér sé of flókið og tímafrekt. Við í mínu ráðuneyti erum markvisst að fara yfir allt regluverk sem undir okkur heyrir, með það að markmiði að einfalda það og draga úr kostnaði og tíma.“ Ragnheiður nefnir einnig breytingar á skattkerfinu sem leið í átt að bættu rekstrarumhverfi. „Ég trúi því staðfast að einfalt skattkerfi og hóflegir skattar séu betur til þess fallnir að skila tekjum inn í ríkissjóð og tryggja efnahagslegar framfarir. Báðir stjórnarflokkarnir deila þeirri skoðun. Þó þetta séu lítil skref eru þau mikilvæg í því að snúa skipinu við.“
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira