Viðskipti innlent

Securitas hlaut Jafnlaunavottun VR

Unnur Guðríður Indriðadóttir fagstjóri á þróunarsviði VR, Kristinn Óskarsson framkvæmdastjóri Starfsmannasviðs Securitas, Guðmundur Arason forstjóri Securitas, Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR, Bryndís Guðnadóttir kjaramálaráðgjafi  VR.
Unnur Guðríður Indriðadóttir fagstjóri á þróunarsviði VR, Kristinn Óskarsson framkvæmdastjóri Starfsmannasviðs Securitas, Guðmundur Arason forstjóri Securitas, Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR, Bryndís Guðnadóttir kjaramálaráðgjafi VR. Mynd/VR
Securitas hlaut í dag Jafnlaunavottun VR en hún staðfestir jafnrétti til launa innan fyrirtækisins, það er að segja að  konur og karlar fá sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Hjá Securitas starfa um 400 karlmenn og konur víðsvegar um landið.  Í fréttatilkynningu frá VR segir að með vottuninni sé búið að kerfisbinda launaákvarðanir hjá fyrirtækinu og að nú verði markvisst fylgst með því að ekki sé verið að mismuna starfsfólki í launum eftir kyni.

Á fjórða tug fyrirtækja hafa sótt um Jafnlaunavottun VR og ellefu hlotið hana, að Securitas meðtöldu.

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir ánægjulegt að svo mörg fyrirtæki og stofnanir í mörgum ólíkum atvinnugreinum taki þátt í Jafnlaunavottun VR.

„Jafnlaunavottun VR er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði og ég vil hvetja alla til að setja jafnréttið í forgang,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×