Viðskipti innlent

Samband á milli virkni á Youtube og framleiðni

Samúel Karl Ólason skrifar
Ísland situr hæst á lista þjóða yfir virkni á Youtube miðað við höfðatölu.
Ísland situr hæst á lista þjóða yfir virkni á Youtube miðað við höfðatölu. Mynd/geirfreysson.com
Samband er á milli virkni á Youtube og framleiðni landa. Geir Freysson segir frá þessu á heimasíðu sinni. Sem hluta af Global Innovation Index gaf Google út upplýsingar um virkni þjóða á Youtube.

Þar var löndum raðað upp eftir fjölda myndbanda sem sett eru á síðuna miðað við höfðatölu. Ísland situr á toppi þess lista. Ef þau gögn eru borin saman við gögn OECD eða Efnahags- og framfarastofnunin, um framleiðni þjóða sést samband þar á milli.

Geir segir þó að það þýði ekki að mikil notkun á Youtube valdi meiri framleiðni, en það gæti gefið í skyn að bæði notkun á síðunni og há framleiðni séu vegna tæknilegra þróaðra samfélaga.

Geir bendir á að Ísland og Ísrael skeri sig úr og séu með hæsta Youtube virkni en séu bæði undir framlegðarmeðallagi OECD. Norðmenn aftur á móti eru ekki duglegir við að setja myndbönd á Youtube en eru með mesta framleiðni.

„Frændur okkar Norðmenn ættu líklega að fara að framleiða meira stafrænt efni. Of mikill olíupeningur gæti ollið því að þeir falli aftur úr. Það þýðir færri norsk myndbönd á Youtube og það getur bara verið slæmt,“ segir Geir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×