Fleiri fréttir Danir kaupa níu Seahawk þyrlur af bandaríska flotanum Meirihluti danska þingsins hefur samþykkt að danski herinn fái að kaupa níu Sikorsky Seahawk þyrlur frá bandaríska flotanum. Kaupverðið er um fjórir milljarðar danskra kr. eða vel yfir 80 milljörðum kr. 22.11.2012 06:20 MP banki ætlar að auka hlutafé um tvo milljarða Til stendur að auka hlutafé í MP banka um tvo milljarða króna, eða um 26 prósent. Tillaga þess efnis verður lögð fram á hluthafafundi á mánudag. Núverandi hluthafar bankans ætla flestir að taka þátt í aukningunni en auk þess hafa nýir fjárfestar lýst yfir áhuga á að bætast í hópinn. Skúli Mogensen, stærsti einstaki eigandi MP banka, ætlar að kaupa nýtt hlutafé og halda sömu hlutfallseign í bankanum, en hann á 17,3 prósenta hlut. Ekki liggur fyrir hvort erlendir aðilar, Tavistock Group og Rowland-fjölskyldan, muni taka þátt í aukningunni en það er heldur ekki útilokað. 22.11.2012 06:00 Kröfu Norðurturnsins hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., dótturfélag fasteignafélagsins Regins, af 1,3 milljarða króna kröfu þrotabús Norðurturnsins. 22.11.2012 06:00 Erfingjar Geira fá engan arf Dánarbúi Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eða Geira á Goldfinger eins og hann var að jafnan kallaður, hefur verið breytt í þrotabú og verður skipt þannig upp, en skuldir eru of miklar. Þetta kemur fram í viðtali við lögfræðinginn Jón G. Briem, sem fer með dánarbú Geira, og Viðskiptablaðið ræðir við á vef sínum. 21.11.2012 20:42 Sjóðir Franklin Templeton eiga mikið af skuldum ríkisins Sjóðir á vegum eins stærsta eignastýringarfyrirtækisins heims, Franklin Templeton, eiga tæplega helming skuldabréfa sem íslenska ríkið seldi til erlendra fjárfesta í júní í fyrra, eða eign upp á 469,9 milljónir dala, jafnvirði um 60 milljarða króna. Þetta kemur fram í ítarlegu eignayfirliti Franklin Templeton sem fréttastofa hefur undir höndum. Sjóðir á vegum félagsins eiga því 46,9 prósent af skuldabréfaútgáfunni frá því í júní 2011. 21.11.2012 20:00 Íslandsbanki endurreiknar fjórtán þúsund lán Íslandsbanki hyggst endurreikna 14.000 ólögleg gengislán í stað 6.000 eins og upphaflega var ráðgert. Bankinn ákvað að hætta við þrjú fyrirhuguð dómsmál og telur nægar vísbendingar komnar fram til að endurreikna fleiri tegundir lána en dómar hafa fallið um. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 21.11.2012 19:36 Drómi svarar erindum innan eðlilegra marka Drómi svarar erindum og kvörtunum innan eðlilegra tímamarka í langfelstum tilvikum. Þetta kemur fram í gegnsæisathugun Fjármálaeftirlitsins, sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar í dag. 21.11.2012 16:51 Samsung kynnir sveigjanlegan snjallsíma Tæknirisinn Samsung mun á næsta ári hefja fjöldaframleiðslu á byltingarkenndum snjallsíma með sveigjanlegum snertiskjá. 21.11.2012 16:20 Haustfundur Landsvirkjunar í beinni á Vísi Haustfundur Landsvirkjunar fer fram í dag undir yfirskriftinni Auður í orku framtíðar. Á meðal þeirra sem flytja framsögu á fundinum eru Hörður Arnarson forstjóri fyrirtækisins og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi og sjá má útsendinguna með því að smella hér að neðan. 21.11.2012 13:45 Leiguverð lækkaði aðeins í október Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 118,4 stig í október s.l. og lækkaði um 0,3% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 8,7%. 21.11.2012 10:00 Krefst fundar með FME vegna Straums fjárfestingabanka Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, hefur krafist fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna greinar Þórðar Snæs Júlíussonar í Fréttablaðinu um helgina. Í greininni kemur meðal annars fram að eigandi Straums sé Davidsson-Kempner vogunarsjóðurinn. 21.11.2012 09:47 Icelandair og Íslenska auglýsingastofan með nýjan samning Icelandair og Íslenska auglýsingastofan hafa skrifað undir nýjan samning um áframhaldandi samstarf. 21.11.2012 09:30 Kaupmáttur launa lækkaði í október Kaupmáttur launa lækkaði í október s.l. miðað við fyrri mánuð. Vísitala kaupmáttar launa í október er 111,8 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hinsvegar hækkað um 0,9%. 21.11.2012 09:07 Íbúðaverð í borginni hækkar áfram Íbúðaverð í borginni heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 348,8 stig í október s.l. og hækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði. 21.11.2012 09:04 Fjólubláar kýr í Háskólabíói í næstu viku Einn frægasti markaðsmaður heims, Bandaríkjamaðurinn Seth Godin, er væntanlegur til landsins. Godin mun halda fyrirlestur í Háskólabíói eftir átta daga á vegum Ímarks, félags íslensks markaðsfólks. Markaðurinn ræddi við Godin vegna komu hans til Íslands. 21.11.2012 09:00 Styrkir ESB til danska bænda lækka um tugi milljarða Útlit er fyrir að danskir bændur muni tapa um 2,6 milljörðum danskra kr. eða um 56 milljörðum kr. á ári vegna niðurskurðar á landbúnaðarstyrkjum Evrópusambandsins. 21.11.2012 06:49 Tekjur bænda af hreindýraveiðum 90 milljónir Áætlað er að tekjur bænda á Austurlandi vegna hreindýraveiða í ár muni nema tæplega 90 milljónum króna. 21.11.2012 06:45 Ekkert samkomulag um næstu greiðslu til Grikkja Ekkert samkomulag náðist á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í Brussel í gær um útborgun á næsta hluta neyðarláns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins til Grikkja. 21.11.2012 06:44 Eignarrétti ógnað með lögum um lífeyrissjóði Lífeyrissjóðirnir leggja nú þegar fjármuni í varasjóði, segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, kallaði eftir því í Fréttablaðinu í gær að þeir greiddu í slíkan sjóð. Neituðu þeir því og reiddu sig á lánsveð þyrfti að skoða hvort meina ætti þeim að vera á almennum lánamarkaði. 21.11.2012 06:00 Hagnaðist um 1,7 milljarða Landsbankinn hagnaðist um tæplega 1,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn á fimmtudag. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 13,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaður 27,0 milljarðar á sama tímabili í fyrra. 21.11.2012 06:00 Yfir 100 milljón sms send á sex mánuðum Íslendingar sendu 102 milljónir sms-skilaboða á fyrri hluta þessa árs. Það er tæplega tólf prósentum meira en á fyrri hluta síðasta árs. Viðskiptavinir Nova sendu langflest sms-skeytin, eða 63 milljónir. 21.11.2012 06:00 Fermetraverð lækkaði um 10% frá 2008 til 2011 Fermetraverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í öllum hverfum frá 2008 til 2011, í kjölfar bankahrunsins. Talsverður munur er þó á því hve mikið fermetraverðið lækkaði en verðlækkunin er á bilinu 2 til 16%. Þetta leiða í ljós talnagögn sem hagfræðideild Landsbankans birti í Hagsjá í síðustu viku. 21.11.2012 06:00 AGS varar við bráðlátri losun hafta Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) varar við því að gjaldeyrishöftin hér á landi verði losuð of snemma. 21.11.2012 06:00 Uppgjör milli Tals og Vodafone fyrir dómstóla Uppgjör á reikningum vegna gagnaflutnings og innsláttar pantana sem Vodafone telur Tal hafa vangreitt er á leið fyrir dómstóla. Verði lyktir málsins Vodafone í vil mun það kosta Tal 119 milljónir króna auk vaxta. Þetta kemur fram í ársreikningi IP-fjarskipta, móðurfélags Tals, og skráningarlýsingu Vodafone. 21.11.2012 06:00 FME upplýsir ekki um eigendur Straums Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. 21.11.2012 06:00 Telur ójafnræði viðskiptavina Dróma ólíðandi og hyggst taka málið upp Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, segir það óskiljanlegt að útlán viðskiptavina SPRON hafi ekki flust með innlánum í Arion banka á sínum tíma. Hann segir ójafnræðið sem viðskiptavinir Dróma þurfa að þola með öllu ólíðandi og hyggst taka málið upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 20.11.2012 18:54 Forstjóri Vodafone: Símamarkaðurinn á fleygiferð Ómar Svavarsson segir að miklar breytingar hafi orðið á símamarkaði, bæði hér á landi og erlendis, að undanförnu og gagnaflutningar, m.a. vegna snjallsímanotkunar, hafi margfaldast og þannig breikkað tekjumöguleika fjarskiptafyrirtækja. Markaðurinn sé að þróast ört, en hefðbundin símanotkun sé þó enn grunnstofninn í tekjum símafyrirtækja. 20.11.2012 20:41 Steinunn Jónsdóttir stór hluthafi í Eimskipafélaginu Steinunn Jónsdóttir fjárfestir, sem er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem gjarnan er kenndur við Byko, er sá einstaklingur sem á stærstan einstakan eignarhlut í Eimskipafélaginu, ef frá er talinn bandaríski auðjöfurinn Ronald Burkle. 20.11.2012 19:59 FME skoðar kvartanir vegna Dróma Umboðsmaður skuldara sendi fyrr á þessu ári kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna fimmtán viðskiptavina Dróma, sem stofnaður var utan um rekstur SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans. Kvartanir fjölluðu um endurútreikninga gengislána, 110% leiðina og ábyrgðarskuldbindingar. 20.11.2012 18:32 Um 80% telja að Landsvirkjun skapi mikil verðmæti Um 80% landsmanna telja að Landsvirkjun skapi mikil verðmæti fyrir samfélagið. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup lét framkvæma fyrir Landsvirkjun, en niðurstöðurnar verða kynntar á haustfundi fyrirtækisins á morgun. Einungis 10% landsmanna telja að Landsvirkjun skapi lítil verðmæti. 20.11.2012 16:06 Yucaipa stærsti eigandi Eimskips Tvo félög sem bæði heyra undir fjárfestingasjóðinn Yucaipa eiga ríflega 25% hlut í Eimskip. Á bakvið þann sjóð stendur auðjöfurinn Ronald Burkle. Annar stærsti eigandinn er Lífeyrissjóður verzlunarmanna og í þriðja sæti er Landsbankinn. Á nýjum lista sem birtist á vef Kauphallarinnar í morgun sést hvernig eignarhaldið lítur út en það hefur tekið nokkrum breytingum að undanförnu, eftir að félagið var sett á markað. 20.11.2012 15:07 Hlutafjáraukningu DV ekki lokið Hlutafjáraukningu útgáfufélags DV er ekki lokið, en er langt komin. Þetta segir Ólafur Magnússon, stjórnarformaður útgáfufélagsins. "Við þurfum að ljúka þessu á næstu dögum. Það verður stórnarfundur í næstu viku og þá verður farið yfir málið og stöðuna á því,“ segir hann. Hann segir að hlutafjáraukningin núna nemi um 30 milljónum. "Það hefur gengið mun betur en við áttum von á,“ segir hann. 20.11.2012 11:40 Spáir því að verðbólgan aukist í 4,5% Greining Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í nóvember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka og fara í 4,5% í nóvember samanborið við 4,2% í október. Bráðabirgðaspá greiningarinnar gerir ráð fyrir 0,4% hækkun VNV í desember, 0,2% hækkun í janúar og svo 0,7% hækkun í febrúar. 20.11.2012 11:06 Verulegar fjárhæðir fengist frá fyrrverandi starfsmönnum Slitastjórn Kaupþings hefur tekist að innheimta verulegar upphæðir frá fyrrverandi starfsmönnum bankans sem fengu lán fyrir hlutabréfakaupum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ábyrgðum á lánum tugum starfsmanna aflétt sem starfsmennirnir tóku vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum á árunum fyrir hrun. Slitastjórnin sætti sig ekki við þessa afléttingu ábyrgða og stefndi starfsmönnunum. Nokkrir dómar hafa fallið. Meðal annars var Hannes Frímann Hrólfsson, dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúinu milljarð. Hæsta krafan hljóðar hins vegar upp á 2,6 milljarða. 20.11.2012 10:08 Byggingarvísitalan hækkaði um 0,5% Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan nóvember 2012 er 115,5 stig sem er hækkun um 0,5% frá fyrri mánuði. 20.11.2012 09:33 Fiskaflinn hefur aukist um 15,6% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði, metinn á föstu verði, var 19,5% meiri en í október í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 15,6% miðað við sama tímabil í fyrra, sé hann metinn á föstu verði. 20.11.2012 09:05 Yfir 700 viðskipti með Eimskip í Ávöxtunarleiknum Samtals áttu þátttakendur í Ávöxtunarleiknum, sem nú eru orðnir ríflega 5.500 talsins, 724 viðskipti með bréf Eimskipafélagsins á fyrsta degi á markaði sl. föstudag, en á hinum raunverulega markaði voru viðskiptin 82. 20.11.2012 08:58 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu vegna ástandsins í Miðausturlöndum og þá einkum átakanna á Gazasvæðinu. 20.11.2012 06:43 Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Frakklands Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað topplánshæfiseinkunn Frakklands um eitt stig niður í Aa1 og með neikvæðum horfum. 20.11.2012 06:31 Vænta þess að verðbólgan verði mikil næstu árin Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 4,5% á fjórða ársfjórðungi þessa árs og 4,2% á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. 20.11.2012 06:29 AGS: Ekki hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum næstu þrjú árin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að Íslendingar verði að viðhalda gjaldeyrishöftum sínum a.m.k. út árið 2015 vegna erfiðleika við að leysa aflandskrónuvandann eða hina svokölluðu snjóhengju sem vofir yfir íslensku efnahagslífi. 20.11.2012 06:26 50 til 60% í Vodafone boðin út Viðskipti Hlutafé í Fjarskiptum hf., Vodafone, verður boðið út í tveimur hlutum í byrjun desember. Framtakssjóður Íslands selur 50 til 60 prósenta hlut sinn í Vodafone í útboðinu. 20.11.2012 00:01 Arion banki virðist eiga Dróma Arion banki virðist eiga Dróma með nær húð og hári því nær allar skuldir Dróma, sem stofnaður var um útlán SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans, eru við Arion banka. Fyrrverandi viðskiptaráðherra reyndi tvívegis að flytja útlánasafn SPRON til Arion banka en stjórnendur Arion telja afar óheppilegt að safnið hafi ekki færst yfir með innlánum á sínum tíma. 19.11.2012 18:37 Gengi bréfa Regins hækkuðu um 2,18 prósent Gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu Reginn hækkuðu um 2,18 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 10,78. Gengi bréfa Eimskipafélagins lækkaði um 2,22 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 220, en upphafsgengi skráningar á markað sl. föstudag, var 208. 19.11.2012 16:52 Himinháar endurgreiðslur framundan hjá sveitarfélögum Talsverðar endurgreiðslur erlendra lána eru framundan hjá sveitarfélögum á næsta ári og munu þær valda þrýstingi á gengi krónunnar, einkanlega á fyrri helmingi næsta árs. Um þetta er fjallað í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka sem kom út í morgun. 19.11.2012 15:30 Sjá næstu 50 fréttir
Danir kaupa níu Seahawk þyrlur af bandaríska flotanum Meirihluti danska þingsins hefur samþykkt að danski herinn fái að kaupa níu Sikorsky Seahawk þyrlur frá bandaríska flotanum. Kaupverðið er um fjórir milljarðar danskra kr. eða vel yfir 80 milljörðum kr. 22.11.2012 06:20
MP banki ætlar að auka hlutafé um tvo milljarða Til stendur að auka hlutafé í MP banka um tvo milljarða króna, eða um 26 prósent. Tillaga þess efnis verður lögð fram á hluthafafundi á mánudag. Núverandi hluthafar bankans ætla flestir að taka þátt í aukningunni en auk þess hafa nýir fjárfestar lýst yfir áhuga á að bætast í hópinn. Skúli Mogensen, stærsti einstaki eigandi MP banka, ætlar að kaupa nýtt hlutafé og halda sömu hlutfallseign í bankanum, en hann á 17,3 prósenta hlut. Ekki liggur fyrir hvort erlendir aðilar, Tavistock Group og Rowland-fjölskyldan, muni taka þátt í aukningunni en það er heldur ekki útilokað. 22.11.2012 06:00
Kröfu Norðurturnsins hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., dótturfélag fasteignafélagsins Regins, af 1,3 milljarða króna kröfu þrotabús Norðurturnsins. 22.11.2012 06:00
Erfingjar Geira fá engan arf Dánarbúi Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eða Geira á Goldfinger eins og hann var að jafnan kallaður, hefur verið breytt í þrotabú og verður skipt þannig upp, en skuldir eru of miklar. Þetta kemur fram í viðtali við lögfræðinginn Jón G. Briem, sem fer með dánarbú Geira, og Viðskiptablaðið ræðir við á vef sínum. 21.11.2012 20:42
Sjóðir Franklin Templeton eiga mikið af skuldum ríkisins Sjóðir á vegum eins stærsta eignastýringarfyrirtækisins heims, Franklin Templeton, eiga tæplega helming skuldabréfa sem íslenska ríkið seldi til erlendra fjárfesta í júní í fyrra, eða eign upp á 469,9 milljónir dala, jafnvirði um 60 milljarða króna. Þetta kemur fram í ítarlegu eignayfirliti Franklin Templeton sem fréttastofa hefur undir höndum. Sjóðir á vegum félagsins eiga því 46,9 prósent af skuldabréfaútgáfunni frá því í júní 2011. 21.11.2012 20:00
Íslandsbanki endurreiknar fjórtán þúsund lán Íslandsbanki hyggst endurreikna 14.000 ólögleg gengislán í stað 6.000 eins og upphaflega var ráðgert. Bankinn ákvað að hætta við þrjú fyrirhuguð dómsmál og telur nægar vísbendingar komnar fram til að endurreikna fleiri tegundir lána en dómar hafa fallið um. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 21.11.2012 19:36
Drómi svarar erindum innan eðlilegra marka Drómi svarar erindum og kvörtunum innan eðlilegra tímamarka í langfelstum tilvikum. Þetta kemur fram í gegnsæisathugun Fjármálaeftirlitsins, sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar í dag. 21.11.2012 16:51
Samsung kynnir sveigjanlegan snjallsíma Tæknirisinn Samsung mun á næsta ári hefja fjöldaframleiðslu á byltingarkenndum snjallsíma með sveigjanlegum snertiskjá. 21.11.2012 16:20
Haustfundur Landsvirkjunar í beinni á Vísi Haustfundur Landsvirkjunar fer fram í dag undir yfirskriftinni Auður í orku framtíðar. Á meðal þeirra sem flytja framsögu á fundinum eru Hörður Arnarson forstjóri fyrirtækisins og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi og sjá má útsendinguna með því að smella hér að neðan. 21.11.2012 13:45
Leiguverð lækkaði aðeins í október Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 118,4 stig í október s.l. og lækkaði um 0,3% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 8,7%. 21.11.2012 10:00
Krefst fundar með FME vegna Straums fjárfestingabanka Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, hefur krafist fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna greinar Þórðar Snæs Júlíussonar í Fréttablaðinu um helgina. Í greininni kemur meðal annars fram að eigandi Straums sé Davidsson-Kempner vogunarsjóðurinn. 21.11.2012 09:47
Icelandair og Íslenska auglýsingastofan með nýjan samning Icelandair og Íslenska auglýsingastofan hafa skrifað undir nýjan samning um áframhaldandi samstarf. 21.11.2012 09:30
Kaupmáttur launa lækkaði í október Kaupmáttur launa lækkaði í október s.l. miðað við fyrri mánuð. Vísitala kaupmáttar launa í október er 111,8 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hinsvegar hækkað um 0,9%. 21.11.2012 09:07
Íbúðaverð í borginni hækkar áfram Íbúðaverð í borginni heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 348,8 stig í október s.l. og hækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði. 21.11.2012 09:04
Fjólubláar kýr í Háskólabíói í næstu viku Einn frægasti markaðsmaður heims, Bandaríkjamaðurinn Seth Godin, er væntanlegur til landsins. Godin mun halda fyrirlestur í Háskólabíói eftir átta daga á vegum Ímarks, félags íslensks markaðsfólks. Markaðurinn ræddi við Godin vegna komu hans til Íslands. 21.11.2012 09:00
Styrkir ESB til danska bænda lækka um tugi milljarða Útlit er fyrir að danskir bændur muni tapa um 2,6 milljörðum danskra kr. eða um 56 milljörðum kr. á ári vegna niðurskurðar á landbúnaðarstyrkjum Evrópusambandsins. 21.11.2012 06:49
Tekjur bænda af hreindýraveiðum 90 milljónir Áætlað er að tekjur bænda á Austurlandi vegna hreindýraveiða í ár muni nema tæplega 90 milljónum króna. 21.11.2012 06:45
Ekkert samkomulag um næstu greiðslu til Grikkja Ekkert samkomulag náðist á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í Brussel í gær um útborgun á næsta hluta neyðarláns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins til Grikkja. 21.11.2012 06:44
Eignarrétti ógnað með lögum um lífeyrissjóði Lífeyrissjóðirnir leggja nú þegar fjármuni í varasjóði, segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, kallaði eftir því í Fréttablaðinu í gær að þeir greiddu í slíkan sjóð. Neituðu þeir því og reiddu sig á lánsveð þyrfti að skoða hvort meina ætti þeim að vera á almennum lánamarkaði. 21.11.2012 06:00
Hagnaðist um 1,7 milljarða Landsbankinn hagnaðist um tæplega 1,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn á fimmtudag. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 13,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaður 27,0 milljarðar á sama tímabili í fyrra. 21.11.2012 06:00
Yfir 100 milljón sms send á sex mánuðum Íslendingar sendu 102 milljónir sms-skilaboða á fyrri hluta þessa árs. Það er tæplega tólf prósentum meira en á fyrri hluta síðasta árs. Viðskiptavinir Nova sendu langflest sms-skeytin, eða 63 milljónir. 21.11.2012 06:00
Fermetraverð lækkaði um 10% frá 2008 til 2011 Fermetraverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í öllum hverfum frá 2008 til 2011, í kjölfar bankahrunsins. Talsverður munur er þó á því hve mikið fermetraverðið lækkaði en verðlækkunin er á bilinu 2 til 16%. Þetta leiða í ljós talnagögn sem hagfræðideild Landsbankans birti í Hagsjá í síðustu viku. 21.11.2012 06:00
AGS varar við bráðlátri losun hafta Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) varar við því að gjaldeyrishöftin hér á landi verði losuð of snemma. 21.11.2012 06:00
Uppgjör milli Tals og Vodafone fyrir dómstóla Uppgjör á reikningum vegna gagnaflutnings og innsláttar pantana sem Vodafone telur Tal hafa vangreitt er á leið fyrir dómstóla. Verði lyktir málsins Vodafone í vil mun það kosta Tal 119 milljónir króna auk vaxta. Þetta kemur fram í ársreikningi IP-fjarskipta, móðurfélags Tals, og skráningarlýsingu Vodafone. 21.11.2012 06:00
FME upplýsir ekki um eigendur Straums Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. 21.11.2012 06:00
Telur ójafnræði viðskiptavina Dróma ólíðandi og hyggst taka málið upp Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, segir það óskiljanlegt að útlán viðskiptavina SPRON hafi ekki flust með innlánum í Arion banka á sínum tíma. Hann segir ójafnræðið sem viðskiptavinir Dróma þurfa að þola með öllu ólíðandi og hyggst taka málið upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 20.11.2012 18:54
Forstjóri Vodafone: Símamarkaðurinn á fleygiferð Ómar Svavarsson segir að miklar breytingar hafi orðið á símamarkaði, bæði hér á landi og erlendis, að undanförnu og gagnaflutningar, m.a. vegna snjallsímanotkunar, hafi margfaldast og þannig breikkað tekjumöguleika fjarskiptafyrirtækja. Markaðurinn sé að þróast ört, en hefðbundin símanotkun sé þó enn grunnstofninn í tekjum símafyrirtækja. 20.11.2012 20:41
Steinunn Jónsdóttir stór hluthafi í Eimskipafélaginu Steinunn Jónsdóttir fjárfestir, sem er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar sem gjarnan er kenndur við Byko, er sá einstaklingur sem á stærstan einstakan eignarhlut í Eimskipafélaginu, ef frá er talinn bandaríski auðjöfurinn Ronald Burkle. 20.11.2012 19:59
FME skoðar kvartanir vegna Dróma Umboðsmaður skuldara sendi fyrr á þessu ári kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna fimmtán viðskiptavina Dróma, sem stofnaður var utan um rekstur SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans. Kvartanir fjölluðu um endurútreikninga gengislána, 110% leiðina og ábyrgðarskuldbindingar. 20.11.2012 18:32
Um 80% telja að Landsvirkjun skapi mikil verðmæti Um 80% landsmanna telja að Landsvirkjun skapi mikil verðmæti fyrir samfélagið. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup lét framkvæma fyrir Landsvirkjun, en niðurstöðurnar verða kynntar á haustfundi fyrirtækisins á morgun. Einungis 10% landsmanna telja að Landsvirkjun skapi lítil verðmæti. 20.11.2012 16:06
Yucaipa stærsti eigandi Eimskips Tvo félög sem bæði heyra undir fjárfestingasjóðinn Yucaipa eiga ríflega 25% hlut í Eimskip. Á bakvið þann sjóð stendur auðjöfurinn Ronald Burkle. Annar stærsti eigandinn er Lífeyrissjóður verzlunarmanna og í þriðja sæti er Landsbankinn. Á nýjum lista sem birtist á vef Kauphallarinnar í morgun sést hvernig eignarhaldið lítur út en það hefur tekið nokkrum breytingum að undanförnu, eftir að félagið var sett á markað. 20.11.2012 15:07
Hlutafjáraukningu DV ekki lokið Hlutafjáraukningu útgáfufélags DV er ekki lokið, en er langt komin. Þetta segir Ólafur Magnússon, stjórnarformaður útgáfufélagsins. "Við þurfum að ljúka þessu á næstu dögum. Það verður stórnarfundur í næstu viku og þá verður farið yfir málið og stöðuna á því,“ segir hann. Hann segir að hlutafjáraukningin núna nemi um 30 milljónum. "Það hefur gengið mun betur en við áttum von á,“ segir hann. 20.11.2012 11:40
Spáir því að verðbólgan aukist í 4,5% Greining Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í nóvember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka og fara í 4,5% í nóvember samanborið við 4,2% í október. Bráðabirgðaspá greiningarinnar gerir ráð fyrir 0,4% hækkun VNV í desember, 0,2% hækkun í janúar og svo 0,7% hækkun í febrúar. 20.11.2012 11:06
Verulegar fjárhæðir fengist frá fyrrverandi starfsmönnum Slitastjórn Kaupþings hefur tekist að innheimta verulegar upphæðir frá fyrrverandi starfsmönnum bankans sem fengu lán fyrir hlutabréfakaupum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ábyrgðum á lánum tugum starfsmanna aflétt sem starfsmennirnir tóku vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum á árunum fyrir hrun. Slitastjórnin sætti sig ekki við þessa afléttingu ábyrgða og stefndi starfsmönnunum. Nokkrir dómar hafa fallið. Meðal annars var Hannes Frímann Hrólfsson, dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúinu milljarð. Hæsta krafan hljóðar hins vegar upp á 2,6 milljarða. 20.11.2012 10:08
Byggingarvísitalan hækkaði um 0,5% Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan nóvember 2012 er 115,5 stig sem er hækkun um 0,5% frá fyrri mánuði. 20.11.2012 09:33
Fiskaflinn hefur aukist um 15,6% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði, metinn á föstu verði, var 19,5% meiri en í október í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 15,6% miðað við sama tímabil í fyrra, sé hann metinn á föstu verði. 20.11.2012 09:05
Yfir 700 viðskipti með Eimskip í Ávöxtunarleiknum Samtals áttu þátttakendur í Ávöxtunarleiknum, sem nú eru orðnir ríflega 5.500 talsins, 724 viðskipti með bréf Eimskipafélagsins á fyrsta degi á markaði sl. föstudag, en á hinum raunverulega markaði voru viðskiptin 82. 20.11.2012 08:58
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu vegna ástandsins í Miðausturlöndum og þá einkum átakanna á Gazasvæðinu. 20.11.2012 06:43
Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Frakklands Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað topplánshæfiseinkunn Frakklands um eitt stig niður í Aa1 og með neikvæðum horfum. 20.11.2012 06:31
Vænta þess að verðbólgan verði mikil næstu árin Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 4,5% á fjórða ársfjórðungi þessa árs og 4,2% á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. 20.11.2012 06:29
AGS: Ekki hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum næstu þrjú árin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að Íslendingar verði að viðhalda gjaldeyrishöftum sínum a.m.k. út árið 2015 vegna erfiðleika við að leysa aflandskrónuvandann eða hina svokölluðu snjóhengju sem vofir yfir íslensku efnahagslífi. 20.11.2012 06:26
50 til 60% í Vodafone boðin út Viðskipti Hlutafé í Fjarskiptum hf., Vodafone, verður boðið út í tveimur hlutum í byrjun desember. Framtakssjóður Íslands selur 50 til 60 prósenta hlut sinn í Vodafone í útboðinu. 20.11.2012 00:01
Arion banki virðist eiga Dróma Arion banki virðist eiga Dróma með nær húð og hári því nær allar skuldir Dróma, sem stofnaður var um útlán SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans, eru við Arion banka. Fyrrverandi viðskiptaráðherra reyndi tvívegis að flytja útlánasafn SPRON til Arion banka en stjórnendur Arion telja afar óheppilegt að safnið hafi ekki færst yfir með innlánum á sínum tíma. 19.11.2012 18:37
Gengi bréfa Regins hækkuðu um 2,18 prósent Gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu Reginn hækkuðu um 2,18 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 10,78. Gengi bréfa Eimskipafélagins lækkaði um 2,22 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 220, en upphafsgengi skráningar á markað sl. föstudag, var 208. 19.11.2012 16:52
Himinháar endurgreiðslur framundan hjá sveitarfélögum Talsverðar endurgreiðslur erlendra lána eru framundan hjá sveitarfélögum á næsta ári og munu þær valda þrýstingi á gengi krónunnar, einkanlega á fyrri helmingi næsta árs. Um þetta er fjallað í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka sem kom út í morgun. 19.11.2012 15:30