Viðskipti innlent

Krefst fundar með FME vegna Straums fjárfestingabanka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lilja Mósesdóttir krefst fundar með FME.
Lilja Mósesdóttir krefst fundar með FME.
Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, hefur krafist fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna greinar Þórðar Snæs Júlíussonar í Fréttablaðinu um helgina. Í greininni kemur meðal annars fram að eigandi Straums sé Davidsson-Kempner vogunarsjóðurinn.

Lilja segir í bréfi til formanns efnahags- og viðskiptanefndar að í umræðum um hæfi eigenda þegar viðskiptanefnd vann að umfangsmiklum breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki vorið 2010 hafi það verið sinn skilningur sem formaður að vogunarsjóðir væru ekki hæfir eigendur fjármálafyrirtækja.

„Ég óska því eftir að fá fulltrúa FME á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að útskýra forsendur þess að eftirlitið samþykkti ALMC sem hæfan eiganda fjármálafyrirtækis," segir Lilja.

Í grein í Markaðnum í dag kemur svo fram að Fjármálaeftirlitið telur sig ekki geta upplýst hverjir séu virkir eigendur Straums á grundvelli þagnarskyldu. Fyrirtækið gekk í gegnum nauðasamninga fyrir um tveimur árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×