Sjóðir Franklin Templeton eiga mikið af skuldum ríkisins Magnús Halldórsson skrifar 21. nóvember 2012 20:00 Katrín Júlíusdóttir er fjármála- og efnahagsráðherra, en það ráðuneyti hefur haft yfirumsjón með skuldabréfaútgáfu ríkisins á erlendum mörkuðum í fyrra og á þessu ári. Sjóðir á vegum eins stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, Franklin Templeton, eiga tæplega helming skuldabréfa sem íslenska ríkið seldi til erlendra fjárfesta í júní í fyrra, eða eign upp á 469,9 milljónir dala, jafnvirði um 60 milljarða króna. Þetta kemur fram í ítarlegu eignayfirliti Franklin Templeton sem fréttastofa hefur undir höndum. Sjóðir á vegum félagsins eiga því tæplega 47 prósent af skuldabréfaútgáfunni frá því í júní 2011. Ríkið gaf út bréf fyrir einn milljarð dala í júní í fyrra til fimm ára, á gjalddaga 2016, og voru þau seld til breiðs hóps fagfjárfesta, samkvæmt upplýsingum sem fram komu í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í tengslum við útgáfuna. Sjóðir á vegum Franklin Templeton eru þó með næstum helminginn af öllu því sem gefið var út, eins og áður segir. Skuldabréfaútgáfan kom í framhaldi af vikulangri kynningarherferð í Bandaríkjunum og Evrópu á fyrri hluta árs 2011, en umsjón var í höndum Barclays, Citi og svissneska bankans UBS. Skuldbréfaútgáfur ríkisins á erlendri grundu hafa margsinnis verið nefndar sem heilbrigðisvottorð fyrir íslenska hagkerfið, ekki síst af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Íslands. Fyrst fór ríkið út á markað í júní 2011, eins og áður segir, og síðan aftur í maí á þessu ári, og gat í kjölfarið endurfjármagnað skuldir og greitt til baka hluta. Þá voru gefin út skuldabréf upp á einn milljarð dala, líkt og árið 2011. Í því tilviki voru bréfin til tíu ára, með gjalddaga 2022. Samkvæmt eignayfirliti Franklin Templeton eiga sjóðir á vegum félagsins skuldabréf úr þeirri útgáfu upp á 120,9 milljónir dala, eða 15,2 milljarða dala. Það jafngildir ríflega 12 prósentum af heildarútgáfunni frá því í maí á þessu ári. Umsjón skuldabréfaútgáfunnar var í höndum Deutsche Bank, J.P. Morgan og UBS. Franklin Templeton stýrir eignum upp á meira en 400 milljarða dala, eða sem nemur meira en 5.000 milljörðum króna. Það er upphæð sem nemur ríflega þrefaldri árlegri landsframleiðslu Íslands, sem nam 1.620 milljörðum króna í fyrra. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sjóðir á vegum eins stærsta eignastýringarfyrirtækis heims, Franklin Templeton, eiga tæplega helming skuldabréfa sem íslenska ríkið seldi til erlendra fjárfesta í júní í fyrra, eða eign upp á 469,9 milljónir dala, jafnvirði um 60 milljarða króna. Þetta kemur fram í ítarlegu eignayfirliti Franklin Templeton sem fréttastofa hefur undir höndum. Sjóðir á vegum félagsins eiga því tæplega 47 prósent af skuldabréfaútgáfunni frá því í júní 2011. Ríkið gaf út bréf fyrir einn milljarð dala í júní í fyrra til fimm ára, á gjalddaga 2016, og voru þau seld til breiðs hóps fagfjárfesta, samkvæmt upplýsingum sem fram komu í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í tengslum við útgáfuna. Sjóðir á vegum Franklin Templeton eru þó með næstum helminginn af öllu því sem gefið var út, eins og áður segir. Skuldabréfaútgáfan kom í framhaldi af vikulangri kynningarherferð í Bandaríkjunum og Evrópu á fyrri hluta árs 2011, en umsjón var í höndum Barclays, Citi og svissneska bankans UBS. Skuldbréfaútgáfur ríkisins á erlendri grundu hafa margsinnis verið nefndar sem heilbrigðisvottorð fyrir íslenska hagkerfið, ekki síst af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka Íslands. Fyrst fór ríkið út á markað í júní 2011, eins og áður segir, og síðan aftur í maí á þessu ári, og gat í kjölfarið endurfjármagnað skuldir og greitt til baka hluta. Þá voru gefin út skuldabréf upp á einn milljarð dala, líkt og árið 2011. Í því tilviki voru bréfin til tíu ára, með gjalddaga 2022. Samkvæmt eignayfirliti Franklin Templeton eiga sjóðir á vegum félagsins skuldabréf úr þeirri útgáfu upp á 120,9 milljónir dala, eða 15,2 milljarða dala. Það jafngildir ríflega 12 prósentum af heildarútgáfunni frá því í maí á þessu ári. Umsjón skuldabréfaútgáfunnar var í höndum Deutsche Bank, J.P. Morgan og UBS. Franklin Templeton stýrir eignum upp á meira en 400 milljarða dala, eða sem nemur meira en 5.000 milljörðum króna. Það er upphæð sem nemur ríflega þrefaldri árlegri landsframleiðslu Íslands, sem nam 1.620 milljörðum króna í fyrra.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira