Viðskipti innlent

Himinháar endurgreiðslur framundan hjá sveitarfélögum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi.
Talsverðar endurgreiðslur erlendra lána eru framundan hjá sveitarfélögum á næsta ári og munu þær valda þrýstingi á gengi krónunnar, einkanlega á fyrri helmingi næsta árs. Um þetta er fjallað í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka sem kom út í morgun.

Þar segir að Lánasjóði sveitarfélaga meðtöldum, greiði sveitarfélögin 13,1 milljarða króna af erlendum lánum samkvæmt tölum Seðlabankans, en þar eru bæði vaxtagreiðslur og gjalddagar höfuðstóls lána meðtalið. Til samanburðar áætlar Seðlabankinn að slíkar greiðslur nemi 10,8 milljörðum á yfirstandandi ári. Greining Íslandsbanka segir að þarna séu erlendar skuldir fyrirtækja í eigu sveitarfélaga undanskildar, þar á meðal skuldir Orkuveitu Reykjavíkur (OR), sem einar og sér séu margfalt meiri en heildarskuldir A-hluta íslenskra sveitarfélaga.

Greining bendir á að af einstökum sveitarfélögum beri Kópavog hæst hvað afborganir erlendra lána varðar. Bærinn þarf að greiða um það bil 8,4 milljarða króna vegna erlendra skulda á næsta ári, enda sé meginhluti erlendra lána hans þá á gjalddaga. Í lánshæfismati sem Reitun gaf út í júní á þessu ári kemur fram að lánin á gjalddaga séu annars vegar lán frá Dexia-bankanum og hins vegar lánasamningur við innlenda banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×