AGS: Ekki hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum næstu þrjú árin 20. nóvember 2012 06:26 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að Íslendingar verði að viðhalda gjaldeyrishöftum sínum a.m.k. út árið 2015 vegna erfiðleika við að leysa aflandskrónuvandann eða hina svokölluðu snjóhengju sem vofir yfir íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá sjóðnum um efnahagsástandið á Íslandi. Þar segir að íslenska efnahagskerfið sé að ná sér á strik þótt verðbólga sé áfram mikil. Þá hefur sjóðurinn áhyggjur af því að kreppan á evrusvæðinu geti leitt til þess að útflutningstekjur þjóðarinnar minnki og að draga muni úr erlendri fjárfestingu. Fjallað er um skýrsluna á vefsíðu Seðlabankans en þar segir að forráðamenn AGS lýstu almennt ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á sviði efnahagsmála eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008. Einnig var lýst ánægju með að Ríkissjóður Íslands hefur náð að endurnýja aðgang að erlendum lánamarkaði, sem aftur hefur gert ríkissjóði og Seðlabanka Íslands kleift að endurgreiða fyrirfram hluta af lánum sínum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. „Hins vegar kom fram að veruleg áhætta gæti stafað frá efnahagssamdrætti á evrusvæði og ýmsum innlendum þáttum. Stuðningi var lýst við árangurstengda áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem miðar meðal annars að því að minnka krónueignir erlendra aðila. Framkvæmdastjórnin taldi nauðsynlegt að markmið um hallalausan ríkisrekstur náist á tilsettum tíma," segir á vefsíðunni. „Þá var talið æskilegt að auka aðhald peningastefnunnar til að ná verðbólgumarkmiðinu, en stilla þyrfti aðgerðir af til samræmis við aukinn efnahagsbata. Áfram þarf að styrkja fjármálakerfið með því að tryggja nægilegt eigið fé fjármálastofnana og öflugt fjármálaeftirlit." Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að Íslendingar verði að viðhalda gjaldeyrishöftum sínum a.m.k. út árið 2015 vegna erfiðleika við að leysa aflandskrónuvandann eða hina svokölluðu snjóhengju sem vofir yfir íslensku efnahagslífi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá sjóðnum um efnahagsástandið á Íslandi. Þar segir að íslenska efnahagskerfið sé að ná sér á strik þótt verðbólga sé áfram mikil. Þá hefur sjóðurinn áhyggjur af því að kreppan á evrusvæðinu geti leitt til þess að útflutningstekjur þjóðarinnar minnki og að draga muni úr erlendri fjárfestingu. Fjallað er um skýrsluna á vefsíðu Seðlabankans en þar segir að forráðamenn AGS lýstu almennt ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á sviði efnahagsmála eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008. Einnig var lýst ánægju með að Ríkissjóður Íslands hefur náð að endurnýja aðgang að erlendum lánamarkaði, sem aftur hefur gert ríkissjóði og Seðlabanka Íslands kleift að endurgreiða fyrirfram hluta af lánum sínum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. „Hins vegar kom fram að veruleg áhætta gæti stafað frá efnahagssamdrætti á evrusvæði og ýmsum innlendum þáttum. Stuðningi var lýst við árangurstengda áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem miðar meðal annars að því að minnka krónueignir erlendra aðila. Framkvæmdastjórnin taldi nauðsynlegt að markmið um hallalausan ríkisrekstur náist á tilsettum tíma," segir á vefsíðunni. „Þá var talið æskilegt að auka aðhald peningastefnunnar til að ná verðbólgumarkmiðinu, en stilla þyrfti aðgerðir af til samræmis við aukinn efnahagsbata. Áfram þarf að styrkja fjármálakerfið með því að tryggja nægilegt eigið fé fjármálastofnana og öflugt fjármálaeftirlit."
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira