Viðskipti innlent

Tekjur bænda af hreindýraveiðum 90 milljónir

Áætlað er að tekjur bænda á Austurlandi vegna hreindýraveiða í ár muni nema tæplega 90 milljónum króna.

Þetta kom fram í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Arnbjörgu Sveinsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Tekjurnar jukust nokkuð milli ára því þær námu rúmlega 74 milljónir kr. í fyrra.

Áætlað er að heildartekjur af hreindýraveiðinni í ár nemi rúmlega 106 milljónum kr. Af þeirri upphæð fara tæplega 17 milljónir til Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×