Viðskipti innlent

Gengi bréfa Regins hækkuðu um 2,18 prósent

Gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu Reginn hækkuðu um 2,18 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 10,78. Gengi bréfa Eimskipafélagins lækkaði um 2,22 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 220, en upphafsgengi skráningar á markað sl. föstudag, var 208.

Þá lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,38 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 7,82. Gengi bréfa Össurar lækkaði um 1,09 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 182.

Sjá má ítarlegar upplýsingar um gang mála á íslenska markaðnum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×