Viðskipti innlent

Íslandsbanki endurreiknar fjórtán þúsund lán

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Íslandsbanki hyggst endurreikna 14.000 ólögleg gengislán í stað 6.000 eins og upphaflega var ráðgert. Bankinn ákvað að hætta við þrjú fyrirhuguð dómsmál og telur nægar vísbendingar komnar fram til að endurreikna fleiri tegundir lána en dómar hafa fallið um. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Þá sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að það tæki tíma að þróa reikniaðferðir og búa til forrit til þess að endurreikna lánin. Langstærstur hluti lánanna sem verða endurreiknuð eru bílalán.

Bankarnir hafa talað um að höfða þurfi ellefu dómsmál til að fá úr því skorið hvernig beri að endurreikna lán. „Við áttum fjögur af þessum ellefu dómsmálum. Við höfum tekið ákvörðun um að falla frá þremur þeirra, við teljum að það sé komin í niðurstaða í þau mál sem þar voru en við höldum áfram með eitt mál," sagði Birna í viðtali við RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×